Amiibo slá í gegn á Íslandi Tinni Sveinsson skrifar 18. janúar 2015 11:00 Amiibo tengjast Wii U tölvunni í gegnum nema á Wii U GamePad. Amiibo-fígúrurnar frá Nintendo komu út fyrir jól og kom mörgum á óvart hversu miklar vinsældir þeirra hafa verið um allan heim. Ísland er þar engin undantekning en Ormsson selur fígúrurnar í verslunum sínum um allt land og hjá endursöluaðilum. „Nintendo-unnendur eru mjög spenntir fyrir þeim. Við fáum margar fyrirspurnir og svo hefur fólk komið í röðum þegar við fáum nýjar fígúrur,“ segir Stefán Már Melstað, söluráðgjafi hjá Ormsson. Amiibo tengjast ýmsum tölvuleikjum Nintendo og geta spilarar t.d. þjálfað upp hverja fígúru fyrir sig í Super Smash Bros. til að spila við heima eða taka með sér til vina. Margar klassískar persónur tölvuleikjasögunnar komu út í fyrsta skammti en von er á fleiri skömmtum á næstu misserum. Aðdáendur bíða spenntir eftir því að sjá hvaða persónur eru væntanlegar þar sem margir eru farnir að safna þeim. „Við höfum verið með alla Amiibo sem voru gefnar út fyrir Norðurlöndin, að þessu sinni eru það 18 fígúrur. Link hefur verið langvinsælastur en Donkey Kong, Fox, Mario, Marth og Samus fylgja þar á eftir,“ segir Stefán. Hér fyrir neðan má sjá Nintendo Direct útsendingu frá því í síðustu viku. Þar voru nýjar Amiibo-fígúrur kynntar til leiks, ásamt fjöldanum öllum af nýjum leikjum frá Nintendo nú á árinu. Leikjavísir Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Amiibo-fígúrurnar frá Nintendo komu út fyrir jól og kom mörgum á óvart hversu miklar vinsældir þeirra hafa verið um allan heim. Ísland er þar engin undantekning en Ormsson selur fígúrurnar í verslunum sínum um allt land og hjá endursöluaðilum. „Nintendo-unnendur eru mjög spenntir fyrir þeim. Við fáum margar fyrirspurnir og svo hefur fólk komið í röðum þegar við fáum nýjar fígúrur,“ segir Stefán Már Melstað, söluráðgjafi hjá Ormsson. Amiibo tengjast ýmsum tölvuleikjum Nintendo og geta spilarar t.d. þjálfað upp hverja fígúru fyrir sig í Super Smash Bros. til að spila við heima eða taka með sér til vina. Margar klassískar persónur tölvuleikjasögunnar komu út í fyrsta skammti en von er á fleiri skömmtum á næstu misserum. Aðdáendur bíða spenntir eftir því að sjá hvaða persónur eru væntanlegar þar sem margir eru farnir að safna þeim. „Við höfum verið með alla Amiibo sem voru gefnar út fyrir Norðurlöndin, að þessu sinni eru það 18 fígúrur. Link hefur verið langvinsælastur en Donkey Kong, Fox, Mario, Marth og Samus fylgja þar á eftir,“ segir Stefán. Hér fyrir neðan má sjá Nintendo Direct útsendingu frá því í síðustu viku. Þar voru nýjar Amiibo-fígúrur kynntar til leiks, ásamt fjöldanum öllum af nýjum leikjum frá Nintendo nú á árinu.
Leikjavísir Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira