Gunnar Steinn Jónsson verður fyrir utan leikmannahóp íslenska landsliðsins á HM í handbolta, fyrst um sinn. Í morgun var sextán manna leikmannahópur Íslands tilkynntur en strákarnir okkar mæta Svíum í fyrsta leik sínum í kvöld.
Fastlega var búist við því að Gunnar Steinn myndi verða svokallaði sautjándi maður íslenska hópsins en Aroni Kristjánssyni er aðeins heimilt að tilkynna sextán leikmenn til leiks hverju sinni. Honum er svo heimilt að gera tvær breytingar á leikmannahópi sínum á meðan mótinu stendur.
Ísland mætir Svíþjóð klukkan 18.00 í kvöld en leikurinn fer fram í Al Sadd íþrótthöllinni í Doha. Spilað verður í öllum fjórum riðlum keppninnar í dag en aðeins í A- og B-riðlum á morgun. Eftir það fær hvert lið frí annan hvern dag á meðan riðlakeppninni stendur.
Leiknum verður lýst í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Gunnar Steinn ekki á skýrslu í kvöld
Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti


Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti

