Handbolti

Katarmenn unnu fyrsta leikinn á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mahmlud Hassab Alla skoraði sex mörk í kvöld.
Mahmlud Hassab Alla skoraði sex mörk í kvöld. Vísir/Getty
Gestgjafarnir á HM í Katar byrja vel á HM í handbolta sem hófst í Doha í kvöld en Katarmenn unnu þá fimm marka sigur á Brasilíu, 28-23, í setningarleik mótsins.  Öll hin lið keppninnar hefja ekki leik fyrr en á morgun.

Danijel Saric, "bosníski" markvörðurinn í liði Katar varði 20 skot í leiknum og Svartfellingurinn Zarko Markovic var markahæstur með sex mörk ásamt Mahmoud Hassab Alla.

Katar byrjaði af miklu krafti, komst í 4-1 og 13-6 en í hálfleik munaði þó aðeins þremur mörkum, 15-12, eftir ágætan endasprett brasilíska liðsins.

Brasilíumenn minnkuðu munninn niður í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá náðu heimamenn aftur að slíta sig frá þeim og ná fimm marka forskoti.

Katarliðinu gekk þó illa að klára leikinn því brasilíska liðið hékk í þeim og náði aftur að minnka muninn niður í eitt mark, 21-20, þegar átta og hálf mínúta var eftir af leiknum.

Valero Rivera López, spænski þjálfarinn hjá Katar, tók þá leikhlé og hans menn kláruðu leikinn á nokkuð sannfærandi hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×