Guðjón Valur: Heilsa stráksins míns mikilvægari en handbolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 15. janúar 2015 11:53 Guðjón Valur og hinir strákarnir í landsliðinu þurftu að gefa mótshöldurum handarfarið sitt hér í Katar. Vísir/Eva Björk Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsin, var kátur þegar Vísir hitti á hann á hóteli íslenska liðsins hér í Doha í Katar. „Þetta er fínt hótel. Maturinn er góður og hér er allt í góðum gír held ég. Það er engin ferðaþreyta í okkur - við erum bæði búnir að sofa vel og æfa,“ sagði hann en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Guðjón Valur missti af æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð um síðustu helgi þar sem að hann þurfi að fara til síns heima í Barcelona með skömmum fyrirvara vegna veikinda sonar síns. „Þetta er alls ekki tilvalin undirbúningur en þetta er annað skiptið í röð sem ég lendi í þessu. Ég var meiddur fyrir EM í Danmörku í fyrra og tók bara síðustu æfinguna fyrir mót áður en ég spilaði svo mótið,“ segir hann. „En sonur minn lá veikur á spítala og ég sagði að ég kæmi ekkert fyrr en að hann kæmi út. Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta.“ „Ég veit hvaða starf ég á að vinna og hvað ég á að gera. Við höldum því áfram eins og hingað til,“ segir hann og bætir við að drengnum heilsast vel. Guðjón Valur svaraði einnig spurningum um sænska liðið en Ísland mætir Svíum í fyrsta leik Íslands í keppninni á morgun. „Það fylgir því alltaf sérstakur fiðringur að spila við hinar Norðurlandaþjóðirnar og Svíar eru með gott lið. Þetta eru hraðir leikir og ofsalega gaman að spila við Svía þó svo að þeir séu erfiðir við að eiga.“ Hann segir að vægi leiksins sé mikið, enda fyrsti leikurinn í riðlinum. „Það er klárt mál að við erum að berjast við Svía um sæti þó svo að við teljum okkur geta unnið alla - líka Frakka. En það er gríðarlega mikilvægt að koma sterkt inn í mót og senda ákveðin skilboð. Það viljum við gera með því að vinna Svía sem er spáð góðu gangi.“ „Við viljum stuða þá og láta þá horfa í rassgatið á okkur heldur en að við séum að elta þá. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02 Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsin, var kátur þegar Vísir hitti á hann á hóteli íslenska liðsins hér í Doha í Katar. „Þetta er fínt hótel. Maturinn er góður og hér er allt í góðum gír held ég. Það er engin ferðaþreyta í okkur - við erum bæði búnir að sofa vel og æfa,“ sagði hann en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Guðjón Valur missti af æfingamótinu í Danmörku og Svíþjóð um síðustu helgi þar sem að hann þurfi að fara til síns heima í Barcelona með skömmum fyrirvara vegna veikinda sonar síns. „Þetta er alls ekki tilvalin undirbúningur en þetta er annað skiptið í röð sem ég lendi í þessu. Ég var meiddur fyrir EM í Danmörku í fyrra og tók bara síðustu æfinguna fyrir mót áður en ég spilaði svo mótið,“ segir hann. „En sonur minn lá veikur á spítala og ég sagði að ég kæmi ekkert fyrr en að hann kæmi út. Aðstæður eru þannig - maður forgangsraðar í lífinu og börnin og fjölskyldan eru mér mikilvægari en handboltinn. En ég náði samt að æfa alla daga þó svo að ég hafi ekki verið í handbolta.“ „Ég veit hvaða starf ég á að vinna og hvað ég á að gera. Við höldum því áfram eins og hingað til,“ segir hann og bætir við að drengnum heilsast vel. Guðjón Valur svaraði einnig spurningum um sænska liðið en Ísland mætir Svíum í fyrsta leik Íslands í keppninni á morgun. „Það fylgir því alltaf sérstakur fiðringur að spila við hinar Norðurlandaþjóðirnar og Svíar eru með gott lið. Þetta eru hraðir leikir og ofsalega gaman að spila við Svía þó svo að þeir séu erfiðir við að eiga.“ Hann segir að vægi leiksins sé mikið, enda fyrsti leikurinn í riðlinum. „Það er klárt mál að við erum að berjast við Svía um sæti þó svo að við teljum okkur geta unnið alla - líka Frakka. En það er gríðarlega mikilvægt að koma sterkt inn í mót og senda ákveðin skilboð. Það viljum við gera með því að vinna Svía sem er spáð góðu gangi.“ „Við viljum stuða þá og láta þá horfa í rassgatið á okkur heldur en að við séum að elta þá.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02 Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Guðjón Valur kominn til strákanna í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, var ekki með liðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina af persónulegum ástæðum. 12. janúar 2015 20:02
Guðjón Valur ekki með af persónulegum ástæðum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á æfingu landsliðsins í dag. 7. janúar 2015 12:41