Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Karl Lúðvíksson skrifar 14. janúar 2015 09:45 Erlendir veiðimenn hafa í tæplega öld sótt Ísland heim til að veiða lax en nú hafa erlendir skotveiðimenn bæst í þann hóp. Það hefur orðið gífurleg fjölgun á erlendum skotveiðimönnum sem koma gagngert til landsins til að skjóta gæs en jafnframt fjölgar þeim hratt sem koma hingað til að skjóta rjúpu, önd, svartfugl og hreindýr. Margir af þeim aðilum sem selja laxveiðileyfi eru farnir að bjóða skotveiði samhliða stangveiðinni eða pakka þar sem veiðimenn geta gert bæði. Hjá Lax-Á sem dæmi er þessi angi af rekstrinum orðinn um fjórðungur af starfssemi fyrirtækisins. Það eru nokkrir aðilar sem hafa verið drjúgir á þessum markaði og hafa þeir meðal annars lagt undir sig marga af bestu ökrunum á landinu og selja veiðileyfi í þá þar sem boðið er upp á alla þjónustu með því. Aðilar í ferðaþjónustunni hafa tekið þessari viðbót fagnandi enda fylgir þessum veiðimönnum sú nauðsyn að kaupa mikið af þjónustunni af þessum aðilum, þ.á.m. bílaleigubíla, gistingu, kaup á búnaði til veiða o.s.fr. Íslenskar skyttur hafa tekið þessu misvel og þá sérstaklega gagnvart því að auka ágang á rjúpnalendur. Það er lauslega talið að á milli 300-400 skyttur hafi komið til landsins í fyrra gagngert til að stunda skotveiðar og það er frekar reiknað með að þeim eigi eftir að fjölga. Stangveiði Mest lesið Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði
Erlendir veiðimenn hafa í tæplega öld sótt Ísland heim til að veiða lax en nú hafa erlendir skotveiðimenn bæst í þann hóp. Það hefur orðið gífurleg fjölgun á erlendum skotveiðimönnum sem koma gagngert til landsins til að skjóta gæs en jafnframt fjölgar þeim hratt sem koma hingað til að skjóta rjúpu, önd, svartfugl og hreindýr. Margir af þeim aðilum sem selja laxveiðileyfi eru farnir að bjóða skotveiði samhliða stangveiðinni eða pakka þar sem veiðimenn geta gert bæði. Hjá Lax-Á sem dæmi er þessi angi af rekstrinum orðinn um fjórðungur af starfssemi fyrirtækisins. Það eru nokkrir aðilar sem hafa verið drjúgir á þessum markaði og hafa þeir meðal annars lagt undir sig marga af bestu ökrunum á landinu og selja veiðileyfi í þá þar sem boðið er upp á alla þjónustu með því. Aðilar í ferðaþjónustunni hafa tekið þessari viðbót fagnandi enda fylgir þessum veiðimönnum sú nauðsyn að kaupa mikið af þjónustunni af þessum aðilum, þ.á.m. bílaleigubíla, gistingu, kaup á búnaði til veiða o.s.fr. Íslenskar skyttur hafa tekið þessu misvel og þá sérstaklega gagnvart því að auka ágang á rjúpnalendur. Það er lauslega talið að á milli 300-400 skyttur hafi komið til landsins í fyrra gagngert til að stunda skotveiðar og það er frekar reiknað með að þeim eigi eftir að fjölga.
Stangveiði Mest lesið Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði