Rósa og Brenton sýna í Listasafninu á Akureyri Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2015 14:26 Sýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir, fer fram í Ketilhúsinu. vísir/aðsent Laugardaginn 17. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri; annars vegar sýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir, í Ketilhúsinu og hins vegar opnar ástralski listamaðurinn Brenton Alexander Smith undir yfirskriftinni Með vélum / Together With Machines í vestursal Listasafnsins. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk sýndi í síðustu viku en aðrir sýnendur eru í tímaröð: Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og Listaháskóla Íslands 2001. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Rósa var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í fjögur ár auk þess að vera fulltrúi SÍM í Listskreytingasjóði og sitja sem varamaður í stjórn félagsins. „Það er eitthvað við handavinnu sem nær tökum á mér, hendurnar verða háðar henni og höfuðið finnur ekki frið nema eitthvað sé í gangi milli handanna,“ segir Rósa. Frá útskrift úr Listaháskólanum hef ég öðru hvoru sett upp nokkuð stórar textílinnsetningar byggðar upp af hekli og prjóni sem strekkist út í rýminu. Mér finnst áhugavert að skoða þennan efnivið sem á sér svo djúpar rætur í menningarheimi kvenna og láta reyna á þanþolið í þræðinum“. Að þessu sinni fékk Rósa til liðs við sig hóp kvenna sem hefur heklað og prjónað samkvæmt nokkrum fyrirfram gefnum reglum um form og liti frá því í ágúst 2014. Sýningin stendur til 1. mars.Brenton Alexander Smith, sýnir Með vélum / Together With Machines.Sýning Brenton Alexander Smith, Með vélum / Together With Machines, kannar samband mannlegs samfélags við vélar á tímum þar sem tæknin hefur aðlagast lífi og líkama mannsins. BIOS (Basic Input/Output System) er tölvukubbur sem hannaður er til að ræsa stýrikerfi tölvu eftir að kveikt er á henni. Á grísku βίος, sem þýðir „líf“. Þessi skáldlega tilviljun bendir til þess að BIOS sé lífskraftur tölvunnar. Hvernig mannfólkið á nú í samskiptum við tölvurnar sínar er endurómur þessarar hugmyndar; þær eru ekki einungis tól heldur oft meðhöndlaðar sem félagar. Brenton AlexanderSmith útskrifaðist frá Sydney College of the Arts í Ástralíu 2014 og er þetta hans fyrsta einkasýning. Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Laugardaginn 17. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri; annars vegar sýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir, í Ketilhúsinu og hins vegar opnar ástralski listamaðurinn Brenton Alexander Smith undir yfirskriftinni Með vélum / Together With Machines í vestursal Listasafnsins. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk sýndi í síðustu viku en aðrir sýnendur eru í tímaröð: Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson. Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og Listaháskóla Íslands 2001. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Rósa var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í fjögur ár auk þess að vera fulltrúi SÍM í Listskreytingasjóði og sitja sem varamaður í stjórn félagsins. „Það er eitthvað við handavinnu sem nær tökum á mér, hendurnar verða háðar henni og höfuðið finnur ekki frið nema eitthvað sé í gangi milli handanna,“ segir Rósa. Frá útskrift úr Listaháskólanum hef ég öðru hvoru sett upp nokkuð stórar textílinnsetningar byggðar upp af hekli og prjóni sem strekkist út í rýminu. Mér finnst áhugavert að skoða þennan efnivið sem á sér svo djúpar rætur í menningarheimi kvenna og láta reyna á þanþolið í þræðinum“. Að þessu sinni fékk Rósa til liðs við sig hóp kvenna sem hefur heklað og prjónað samkvæmt nokkrum fyrirfram gefnum reglum um form og liti frá því í ágúst 2014. Sýningin stendur til 1. mars.Brenton Alexander Smith, sýnir Með vélum / Together With Machines.Sýning Brenton Alexander Smith, Með vélum / Together With Machines, kannar samband mannlegs samfélags við vélar á tímum þar sem tæknin hefur aðlagast lífi og líkama mannsins. BIOS (Basic Input/Output System) er tölvukubbur sem hannaður er til að ræsa stýrikerfi tölvu eftir að kveikt er á henni. Á grísku βίος, sem þýðir „líf“. Þessi skáldlega tilviljun bendir til þess að BIOS sé lífskraftur tölvunnar. Hvernig mannfólkið á nú í samskiptum við tölvurnar sínar er endurómur þessarar hugmyndar; þær eru ekki einungis tól heldur oft meðhöndlaðar sem félagar. Brenton AlexanderSmith útskrifaðist frá Sydney College of the Arts í Ástralíu 2014 og er þetta hans fyrsta einkasýning.
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira