Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur trú á þýska liðinu á HM í Katar og spáir því góðu gengi.
„Ef allt smellur á stórmóti þá er ýmislegt hægt. Liðið gæti þess vegna komist í undanúrslit," sagði Brand eftir að hafa fylgst með liði Dags Sigurðssonar í síðustu leikjum.
„Það þarf mikið hugrekki og heppni til en menn verða að fara jákvæðir inn í stórmót."
Eftir fína frammistöðu í tveim leikjum gegn Íslandi þá luku Þjóðverjar undirbúningi sínum með tveimur sannfærandi sigrum - 32-24 og 27-22 - á Tékkum sem eru einmitt í riðli Íslands á HM.
„Auðvitað getur liðið enn bætt sinn leik en með varnarleik sínum getur þýska liðið gert hvaða liði sem er skráveifu."
Brand setur pressu á Dag og lærisveina hans

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn