Spáði fyrir um hrunið og segir evruna ekki henta Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2015 21:30 Aðalhagfræðingur Danske bank segir skynsamlegt fyrir Ísland að fara í myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag og nefnir Kanada og Noreg í því sambandi. Hann segir evrusvæðið ekki góðan kost fyrir Ísland. Lars Christensen varð frægur á einni nóttu á Íslandi þegar hann kom með glögga greiningu á íslensku bönkunum árið 2006 og spáði fyrir um hrun íslensks efnahagslífs. Sem rættist tveimur árum síðar. Lars var meðal framsögumanna á fundi Íslandsbanka um Ísland án hafta í morgun og var síðan í pallborði ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Ásdísi Kristjánsdóttur aðalhagfræðingi Samtaka atvinnulífsins og Sigríði Benediktsdóttur framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. Hvaða peningastefna myndi henta okkur best eftir að við afléttum höftunum? „Íslendingar hafa reynt allt. Gullfót, fastgengisstefnu og stundum virtist ekki vera nein peningastefna á 8. og 9. áratugnum þegar verðbólgan var gríðarlega mikil og svo bankakreppan. Vandamálið hefur verið að finna peningastefnu fyrir Ísland sem hefur verið stöðug í meira en fimm ár,“ segir Lars.Lars segir að verðbólgumarkmið sé kannski ekki málið þótt stýring á krónunni gangi vel núna.„Verðbólgumarkmið gæti verið vandamál því verðbólgan er mjög viðkvæm fyrir hreyfingum á gengi og vöruverði. Og Seðlabankinn hefur ekki stjórn á slíku,“ segir Lars. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að frumvarp til laga um opinber fjármál taki á þessu vandamáli. Þannig verði Seðlabankinn ekki einn ábyrgur fyrir verðstöðugleika. „Seðlabankinn verður aldrei skilinn einn eftir með það hlutverk að viðhalda hér lágri verðbólgu og stöðugu verðlagi.“Lars segir að ef Íslendingar ákveði að hætta með krónuna þá sé evrusvæðið ekki góður kostur. Myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag eins og Noregi eða Kanada sé hentugri leið fyrir Ísland. „Evran virðist ekki hentug lausn fyrir Ísland innan núverandi stofnanaramma,“ segir Lars.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hugsanlega mun Grikkland fara úr evrusamstarfinu og enginn veit hvaða áhrif það hefur á önnur ríki sem glíma við efnahagserfiðleika í álfunni og þurfa að sæta harðri niðurskurðarkröfu frá Brussel. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í grein sem hann birti í gær að evrusvæðið sé „næstversta hugmynd“ sem ríkin í Evrópska myntbandalaginu hafi fengið. Versta hugmyndin væri hins vegar ef evrusvæðið myndi brotna upp. Því þurfi að gera allt til að halda Grikkjum í evrunni. Tveir flokkar, sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi, hafa aðild að ESB og síðar Evrópska myntbandalaginu með innleiðingu evru á stefnuskrá sinni. Þetta eru Björt framtíð og Samfylkingin. Guðmundur Steingrímsson hafði ekki tök á viðtali en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist enn þeirrar skoðunar að evran sé rétt lausn fyrir Ísland.„Það er vissulega mikið umrót á evrusvæðinu og það skiptir miklu að sjá hvernig það fer. (...) Það er málefnalegt og eðlilegt að hafa efasemdir og ég næri þær með mér reglulega. Það er mjög mikilvægt að við könnum aðra kosti en efnahagslegur stöðugleiki byggir á því að við höfum trausta umgjörð peningamála,“ segir Árni Páll.Sjá má viðtal við Árna Pál sem var tekið í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld í myndskeiði. Grikkland Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Aðalhagfræðingur Danske bank segir skynsamlegt fyrir Ísland að fara í myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag og nefnir Kanada og Noreg í því sambandi. Hann segir evrusvæðið ekki góðan kost fyrir Ísland. Lars Christensen varð frægur á einni nóttu á Íslandi þegar hann kom með glögga greiningu á íslensku bönkunum árið 2006 og spáði fyrir um hrun íslensks efnahagslífs. Sem rættist tveimur árum síðar. Lars var meðal framsögumanna á fundi Íslandsbanka um Ísland án hafta í morgun og var síðan í pallborði ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Ásdísi Kristjánsdóttur aðalhagfræðingi Samtaka atvinnulífsins og Sigríði Benediktsdóttur framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. Hvaða peningastefna myndi henta okkur best eftir að við afléttum höftunum? „Íslendingar hafa reynt allt. Gullfót, fastgengisstefnu og stundum virtist ekki vera nein peningastefna á 8. og 9. áratugnum þegar verðbólgan var gríðarlega mikil og svo bankakreppan. Vandamálið hefur verið að finna peningastefnu fyrir Ísland sem hefur verið stöðug í meira en fimm ár,“ segir Lars.Lars segir að verðbólgumarkmið sé kannski ekki málið þótt stýring á krónunni gangi vel núna.„Verðbólgumarkmið gæti verið vandamál því verðbólgan er mjög viðkvæm fyrir hreyfingum á gengi og vöruverði. Og Seðlabankinn hefur ekki stjórn á slíku,“ segir Lars. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að frumvarp til laga um opinber fjármál taki á þessu vandamáli. Þannig verði Seðlabankinn ekki einn ábyrgur fyrir verðstöðugleika. „Seðlabankinn verður aldrei skilinn einn eftir með það hlutverk að viðhalda hér lágri verðbólgu og stöðugu verðlagi.“Lars segir að ef Íslendingar ákveði að hætta með krónuna þá sé evrusvæðið ekki góður kostur. Myntsamstarf með ríkjum með svipaðan efnahag eins og Noregi eða Kanada sé hentugri leið fyrir Ísland. „Evran virðist ekki hentug lausn fyrir Ísland innan núverandi stofnanaramma,“ segir Lars.Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Hugsanlega mun Grikkland fara úr evrusamstarfinu og enginn veit hvaða áhrif það hefur á önnur ríki sem glíma við efnahagserfiðleika í álfunni og þurfa að sæta harðri niðurskurðarkröfu frá Brussel. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í grein sem hann birti í gær að evrusvæðið sé „næstversta hugmynd“ sem ríkin í Evrópska myntbandalaginu hafi fengið. Versta hugmyndin væri hins vegar ef evrusvæðið myndi brotna upp. Því þurfi að gera allt til að halda Grikkjum í evrunni. Tveir flokkar, sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi, hafa aðild að ESB og síðar Evrópska myntbandalaginu með innleiðingu evru á stefnuskrá sinni. Þetta eru Björt framtíð og Samfylkingin. Guðmundur Steingrímsson hafði ekki tök á viðtali en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segist enn þeirrar skoðunar að evran sé rétt lausn fyrir Ísland.„Það er vissulega mikið umrót á evrusvæðinu og það skiptir miklu að sjá hvernig það fer. (...) Það er málefnalegt og eðlilegt að hafa efasemdir og ég næri þær með mér reglulega. Það er mjög mikilvægt að við könnum aðra kosti en efnahagslegur stöðugleiki byggir á því að við höfum trausta umgjörð peningamála,“ segir Árni Páll.Sjá má viðtal við Árna Pál sem var tekið í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöld í myndskeiði.
Grikkland Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira