Nú stendur yfir leikur Katar og Þýskalands í hinni stórglæsilegu Lusail-íþróttahöll í samnenfdri borg rétt utan Doha í Katar. Beina textalýsingu frá leiknum má finna hér.
Þó svo að fáir innfæddir Katarbúar séu lykilmenn í landsliðinu eru heimamenn gríðarlega vel studdir af fjölmörgum áhorfendum sem eru mættir í höllina. Hún rúmar um sautján þúsund manns í sæti og er setið í flestum þeirra - þó ekki öllum.
Eva Björk Ægisdóttir tók þessar mögnuðu myndur af stemningunni hér í Lusail.
Mögnuð stemning í Lusail | Myndir

Tengdar fréttir

Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik
Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum.

Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit
Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag.

Þjóðverjar hafa ekki áhyggjur af dómgæslunni
Dómarapar frá Makedóníu sett á leikinn gegn Katar í 8-liða úrslitum HM í handbolta.

Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni
Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar.

Brand og Baur lofa Dag í hástert
"Hver einasta ákvörðun sem hann hefur tekið hefur reynst rétt og gengið upp.“ Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins fær allstaðar mikið hrós.