Brand og Baur lofa Dag í hástert Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 28. janúar 2015 13:21 Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari Þjóðverja og Dagur Sigurðsson, núverandi þjálfari liðsins. Vísir/Getty Gengi þýska handboltalandsliðsins hefur komið mörgum í heimalandinu á óvart enda bjuggust fáir við því að Þýskaland myndi fara langt á mótinu. Þjóðverjar hlutu óvænt keppnisrétt á mótinu og voru settir í neðsta styrkleikaflokk. Þeir lentu svo í ógnarsterkum riðli með Danmörku, Póllandi, Rússlandi, Argentínu og Sádí-Arabíu. Dagur Sigurðsson stýrir landsliði Þýskalands en undir hans stjórn náði Þýskaland að vinna sinn riðil og svo stórsigur á Egyptalandi í 16-liða úrslitum keppninnar. Liðið mætir heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitunum í dag. „Það geislar af honum gríðarlega mikil yfirvegun. Hver einasta ákvörðun sem hann hefur tekið hefur reynst rétt og gengið upp. Leikmenn treysta honum fyllilega og hafa trú á öllu því sem hann gerir. Það þurfa menn að vinna sér inn,“ sagði Markus Baur, fyrrum leikstjórnandi þýska landsliðsins, við þýska fjölmiðla. Aðeins eru fimm mánuðir síðan að Dagur tók við þýska landsliðinu en á milli leikja þess hefur hann haldið áfram að stýra Füchse Berlin. Hann lætur af því starfi í sumar. „Landsliðið hefur þrisvar komið saman síðan að Dagur tók við. Árangur þess er ekki síst merkilegur í því ljósi,“ sagði Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari. Brand gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 en þá lék Baur með liðinu. Þýskaland hefur þótt spila skynsamlegan handbolta á HM í Katar en Brand segir að það sé þjálfaranum að þakka. „Við því mátti búast við af Degi Sigurðssyni. Hann hefur gott skynvit á því hvað leikmenn hans hafa fram að færa á vellinum,“ bætti Brand við. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30 Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00 Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30 Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. 28. janúar 2015 14:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Gengi þýska handboltalandsliðsins hefur komið mörgum í heimalandinu á óvart enda bjuggust fáir við því að Þýskaland myndi fara langt á mótinu. Þjóðverjar hlutu óvænt keppnisrétt á mótinu og voru settir í neðsta styrkleikaflokk. Þeir lentu svo í ógnarsterkum riðli með Danmörku, Póllandi, Rússlandi, Argentínu og Sádí-Arabíu. Dagur Sigurðsson stýrir landsliði Þýskalands en undir hans stjórn náði Þýskaland að vinna sinn riðil og svo stórsigur á Egyptalandi í 16-liða úrslitum keppninnar. Liðið mætir heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitunum í dag. „Það geislar af honum gríðarlega mikil yfirvegun. Hver einasta ákvörðun sem hann hefur tekið hefur reynst rétt og gengið upp. Leikmenn treysta honum fyllilega og hafa trú á öllu því sem hann gerir. Það þurfa menn að vinna sér inn,“ sagði Markus Baur, fyrrum leikstjórnandi þýska landsliðsins, við þýska fjölmiðla. Aðeins eru fimm mánuðir síðan að Dagur tók við þýska landsliðinu en á milli leikja þess hefur hann haldið áfram að stýra Füchse Berlin. Hann lætur af því starfi í sumar. „Landsliðið hefur þrisvar komið saman síðan að Dagur tók við. Árangur þess er ekki síst merkilegur í því ljósi,“ sagði Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari. Brand gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 en þá lék Baur með liðinu. Þýskaland hefur þótt spila skynsamlegan handbolta á HM í Katar en Brand segir að það sé þjálfaranum að þakka. „Við því mátti búast við af Degi Sigurðssyni. Hann hefur gott skynvit á því hvað leikmenn hans hafa fram að færa á vellinum,“ bætti Brand við.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30 Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00 Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30 Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. 28. janúar 2015 14:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Kristján Ara: "Íslensk liðsheild" hjá þýska liðinu Kristján Arason hrósaði Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins í handbolta, í HM-kvöldinu í gærkvöldi en þá var farið yfir sextán liða úrslitin á HM í Katar. 27. janúar 2015 17:30
Dagur gefur mömmu skýrslu eftir hvern leik Þýskaland mætir í dag heimamönnum í Katar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta. Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hafa spilað frábærlega á mótinu og fóru létt með Egyptaland í 16-liða úrslitunum. 28. janúar 2015 07:00
Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. 27. janúar 2015 15:30
Dagur Sig: Höfum ekki ennþá þurft að vera með bensínið í botni Dagur Sigurðsson á möguleika á því að koma þýska handboltalandsliðinu í undanúrslit í dag en Þjóðverjar mæta þá heimamönnum í átta liða úrslitum á HM í Katar. 28. janúar 2015 14:30