Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Arnar Björnsson í Katar skrifar 27. janúar 2015 15:30 Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. Lichtlein er með 41% markvörslu líkt og Króatinn Filip Ivic. Daninn Jannick Green og Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas eru með hærra hlutfall varðra skota. Þú áttir frábæran leik gegn Egyptum, þú hlýtur að hafa notið hans vel. „Já auðvitað. Við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum og allir eru í sjöunda himni með það. Nú bíður okkar erfiður leikur við Katara en ef við höldum einbeitingunni eigum við ágætan möguleika á að vinna," sagði Carsten Lichtlein. Þú ert búinn að spila marga eftirminnilega leiki en þessi hlýtur nú að vera eitthvað sérstakur? „Já það er ekki mikið ef markvörður fær á sig 16 mörk í leik og að vera með yfir 50% markvörslu er ekki eðlilegt (56% varsla hjá honum í leiknum). Þess vegna var þetta sérstakur leikur. Vörnin var góð og sem gerði mér verkefnið auðveldara," sagði Carsten Lichtlein. Það virðist vera mikið sjálfstraust í þýska liðinu? „Já að sjálfsögðu. Við teflum fram ungu liði sem er fullt af krafti og vörnin er sterk og þá náum við að nýta fljótu leikmennina, Uwe Gensheimer og Patrick Groetski og fáum þessi svokölluðu auðveldu mörk. Mörkin sem við skorum úr hraðaupphlaupum auðvelda okkur verkið," sagði Carsten Lichtlein. Þú hefur spilað með mörgum færum þjálfurum en hvernig er Dagur Sigurðsson? „Hann er góður, mjög rólegur og einbeittur við það sem hann er að gera. Við skoðum myndbönd og hann virðist alltaf segja það sem skiptir máli við leikmennina. Hann heldur ekki langar ræður, kemur aðalatriðunum frá sér í stuttu máli. Það þarf ekki að koma upplýsingum til okkar sem við þegar vitum. Dagur er því stuttorður en gagnorður sem er mjög gott," sagði Carsten Lichtlein. Þannig að þið standið þétt við bakið á honum? „Já að sjálfsögðu," sagði Carsten Lichtlein. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira
Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. Lichtlein er með 41% markvörslu líkt og Króatinn Filip Ivic. Daninn Jannick Green og Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas eru með hærra hlutfall varðra skota. Þú áttir frábæran leik gegn Egyptum, þú hlýtur að hafa notið hans vel. „Já auðvitað. Við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum og allir eru í sjöunda himni með það. Nú bíður okkar erfiður leikur við Katara en ef við höldum einbeitingunni eigum við ágætan möguleika á að vinna," sagði Carsten Lichtlein. Þú ert búinn að spila marga eftirminnilega leiki en þessi hlýtur nú að vera eitthvað sérstakur? „Já það er ekki mikið ef markvörður fær á sig 16 mörk í leik og að vera með yfir 50% markvörslu er ekki eðlilegt (56% varsla hjá honum í leiknum). Þess vegna var þetta sérstakur leikur. Vörnin var góð og sem gerði mér verkefnið auðveldara," sagði Carsten Lichtlein. Það virðist vera mikið sjálfstraust í þýska liðinu? „Já að sjálfsögðu. Við teflum fram ungu liði sem er fullt af krafti og vörnin er sterk og þá náum við að nýta fljótu leikmennina, Uwe Gensheimer og Patrick Groetski og fáum þessi svokölluðu auðveldu mörk. Mörkin sem við skorum úr hraðaupphlaupum auðvelda okkur verkið," sagði Carsten Lichtlein. Þú hefur spilað með mörgum færum þjálfurum en hvernig er Dagur Sigurðsson? „Hann er góður, mjög rólegur og einbeittur við það sem hann er að gera. Við skoðum myndbönd og hann virðist alltaf segja það sem skiptir máli við leikmennina. Hann heldur ekki langar ræður, kemur aðalatriðunum frá sér í stuttu máli. Það þarf ekki að koma upplýsingum til okkar sem við þegar vitum. Dagur er því stuttorður en gagnorður sem er mjög gott," sagði Carsten Lichtlein. Þannig að þið standið þétt við bakið á honum? „Já að sjálfsögðu," sagði Carsten Lichtlein. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira