Eins og kom fram Vísi í morgun verður engin ákvörðun tekin um hvort Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska landsliðsins í handbolta, verði með gegn Dönum fyrr en á morgun - á leikdegi.
Sjá einnig:Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum
Betri tíðindi eru þó af Aroni heldur en voru í gær, og gæti farið svo að Aron spili leikinn mikilvæga í 16 liða úrslitunum.
„Það gekk mjög vel með hann í gær,“ sagði Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, við Vísi á hóteli landsliðsins í morgun.
„Hann er allur að jafna sig, en þetta er bara tímaspursmál. Við sjáum bara til í dag hvernig honum líður og kannski prófum við hann aðeins. Hann fær líklega smá áreynslu í dag.“
Aðspurður hvort það væri útilokað að hann myndi spila svaraði læknirinn: „Það er ekki útilokað. Það er von. Strákarnir spiluðu nú mjög vel í gær en það er alltaf gott að hafa Aron.“
Leikur Íslands og Danmerkur fer fram klukkan 18.00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum

Tengdar fréttir

Logi Geirs um brotið á Aroni: Hefði hefnt mín á pappakassanum
Silfurdrengnum var ekki skemmt þegar Aron Pálmarsson fékk höggið frá Tékkanum í gær.

Myndbandsupptökur skiluðu engu: Mennirnir sem réðust á Aron ganga enn lausir
Aron Pálmarsson missir af leiknum gegn Egyptum og verður líklega ekkert meira með á HM.

Ekkert ákveðið með Aron fyrr en á morgun
Óvíst um þátttöku skyttunnar Arons Pálmarssonar gegn Danmörku á morgun.

Aron spilar ekki gegn Egyptum - verður líklega ekki meira með
Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, staðfestir við Vísi að stórskytta Íslands er með einkenni heilahristings.

Líkamsárásin á Aron mögulega örlagavaldur
Aron Pálmarsson spilar ekki með íslenska landsliðinu gegn Egyptalandi á HM í Katar í dag. Þetta staðfesti Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, í gærmorgun.