Dagur: Feginn að sleppa við sirkusinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 10:02 Dagur Sigurðsson á blaðamannafundinum á Hilton-hótelinu í morgun. Vísir/Eva Björk Dagur Sigurðsson undirbýr lið sitt nú fyrir erfiðan leik gegn Egyptalandi í 16-liða úrslitum HM í Katar á morgun. Þýskaland vann í gær öruggan sigur á Sádí Arabíu og tryggði sér þar með sigur í hinum geysisterka C-riðli. Hann var spurður á blaðamannafundi þýska liðsins hvort hann væri feginn að hafa sloppið við Ísland í 16-liða úrslitunum. „Já. Ekki síst til að forðast einmitt þessar spurningar,“ sagði Dagur og uppskar mikinn hlátur á fundinum. Vísir hitti á hann svo eftir við hann og spurði hann út í ummælin. „Það eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hvað þeir geta verið erfiðir í svona leikjum, þar sem allt er undir. Þeir eru reynslumiklir og ef þeir fara réttu megin fram úr er erfitt að eiga að við þá,“ sagði Dagur en viðtalið má heyra hér efst í fréttinni. „Í öðru lagi bara til að losna við sirkusinn,“ sagði hann og hló. Dagur segir að gengi þýska liðsins í riðlinum hafi vissulega verið framar vonum en Þjóðverjar urðu efstir í riðlinum en gátu samt leyft sér að taka því rólega gegn Sádí Arabíu í gær. „Að enda í fyrsta sæti í þessum riðli er svolítil upphefð fyrir okkur þó það sé engin ávísun um sigur í næsta leik. En maður finnur að það er aðeins léttara í kringum handboltann í Þýskalandi þar sem þeir sjá nú að þeir eru ekki búnir að missa af lestinni með landsliðið sitt. Þeir endurheimtu smá stolt.“ Það kom Degi á óvart að Þjóðverjum hafi tekist að vinna riðilinn. „Það verður bara að segjast eins og er. Mjög margt gekk upp hjá okkur - bæði varðandi leikmannavalið og hvernig ungir strákar hafa stigið upp.“ „Það var ekki hægt að reikna með því leik eftir leik og þó svo að ég hafi vitað að þeir gætu spilað flottan handbolta var maður ekki viss um að þeir gætu haldið haus í svo mikilvægum leikjum.“ Egyptaland hefur mikinn stuðning hér í Katar og skapast frábær stemning á leikjum liðsins. Dagur reiknar með að það geti skipt máli í leiknum á morgun. „Þetta verður 50/50 leikur, þannig lagað. Við erum kannski eitthvað sterkari í handbolta en þeir fara langt á krafti, vilja og djöfulgangi. Þetta verður örugglega erfitt og það er bara gaman að takast á við það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48 Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37 „Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00 Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira
Dagur Sigurðsson undirbýr lið sitt nú fyrir erfiðan leik gegn Egyptalandi í 16-liða úrslitum HM í Katar á morgun. Þýskaland vann í gær öruggan sigur á Sádí Arabíu og tryggði sér þar með sigur í hinum geysisterka C-riðli. Hann var spurður á blaðamannafundi þýska liðsins hvort hann væri feginn að hafa sloppið við Ísland í 16-liða úrslitunum. „Já. Ekki síst til að forðast einmitt þessar spurningar,“ sagði Dagur og uppskar mikinn hlátur á fundinum. Vísir hitti á hann svo eftir við hann og spurði hann út í ummælin. „Það eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi hvað þeir geta verið erfiðir í svona leikjum, þar sem allt er undir. Þeir eru reynslumiklir og ef þeir fara réttu megin fram úr er erfitt að eiga að við þá,“ sagði Dagur en viðtalið má heyra hér efst í fréttinni. „Í öðru lagi bara til að losna við sirkusinn,“ sagði hann og hló. Dagur segir að gengi þýska liðsins í riðlinum hafi vissulega verið framar vonum en Þjóðverjar urðu efstir í riðlinum en gátu samt leyft sér að taka því rólega gegn Sádí Arabíu í gær. „Að enda í fyrsta sæti í þessum riðli er svolítil upphefð fyrir okkur þó það sé engin ávísun um sigur í næsta leik. En maður finnur að það er aðeins léttara í kringum handboltann í Þýskalandi þar sem þeir sjá nú að þeir eru ekki búnir að missa af lestinni með landsliðið sitt. Þeir endurheimtu smá stolt.“ Það kom Degi á óvart að Þjóðverjum hafi tekist að vinna riðilinn. „Það verður bara að segjast eins og er. Mjög margt gekk upp hjá okkur - bæði varðandi leikmannavalið og hvernig ungir strákar hafa stigið upp.“ „Það var ekki hægt að reikna með því leik eftir leik og þó svo að ég hafi vitað að þeir gætu spilað flottan handbolta var maður ekki viss um að þeir gætu haldið haus í svo mikilvægum leikjum.“ Egyptaland hefur mikinn stuðning hér í Katar og skapast frábær stemning á leikjum liðsins. Dagur reiknar með að það geti skipt máli í leiknum á morgun. „Þetta verður 50/50 leikur, þannig lagað. Við erum kannski eitthvað sterkari í handbolta en þeir fara langt á krafti, vilja og djöfulgangi. Þetta verður örugglega erfitt og það er bara gaman að takast á við það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48 Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37 „Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00 Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30 Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Sjá meira
Argentína skildi Rússland eftir | Stórsigur Þjóðverja Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli. 24. janúar 2015 17:48
Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana? Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli. 24. janúar 2015 18:37
„Dagur er okkar handbolta-Jogi“ Degi Sigurðssyni líkt við Joachim Löw í stærsta dagblaði Þýskalands. 24. janúar 2015 14:00
Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Oliver Roggisch segir að Þjóðverjar hugsi fyrst og fremst um sinn leik, óháð því við hverja þeir eru að spila hverju sinni. 24. janúar 2015 12:30