Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Arnar Björnsson skrifar 24. janúar 2015 20:15 Danir verða mótherjar Íslendinga. Þeir unnu fjögurra marka sigur á Pólverjum 31-27 í Lusail í kvöld. Danir höfðu undirtökin allan leikinn, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar náðu sjö marka forystu þegar tæpar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. 11 Danir skoruðu í leiknum. Hans Lindberg skoraði 6 mörk úr jafnmörgum skotum og þeir Mikkel Hansen, Lasse Svan og Jesper Nöddesbo skoruðu fjögur mörk hver. Pólsku markverðirnir voru aðeins með 14% markvörslu, vörðu 5 skot en Nicklas Landin varði 11 skot í danska markinu. Hann byrjaði frábærlega þegar Danir komust í 3-0 á fyrstu mínútum leiksins. Línumaðurinn Bartosz Jurecki skoraði flest mörk Pólverja, fimm talsins þar af 4 af vítalínunni. Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. Hann er alveg með það á hreinu hverjir verða andstæðingar Dana í 16 liða úrslitum. „Já, já, ég veit það. Það er bara eins og það er. Þetta verður spennandi verkefni,“ sagði Guðmundur. Langar þig ekki að vera hinum megin í þeim leik? „Nei nú er ég með Dani og gef allt í þetta sem ég get fyrir mitt lið. Það er ekkert annað sem kemst að. „Þetta var svakalegur leikur. Mikilvægt að dreifa álaginu. Margt gott í leiknum, góðir kaflar í vörn og góð markvarsla á köflum og við spiluðum af yfirvegun í sókninni.“ Íslendingar búnir að fá á baukinn í tveimur leikjum en nú eru þeir komnir með blóð á tennurnar. „Já við líka. Við fengum líka á baukinn þannig að ég held að það sé líkt á komið með liðunum.“ Á baukinn, þið gerðuð jafntefli við Argentínumenn og það reyndust bara fínustu úrslit. „Það eru ekki allir sammála því. En án gríns þá held ég að við höfum bara verið að vinna okkur inn í keppnina hægt og sígandi og mér finnst við hafa verið að bæta okkar leik með hverjum leik. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá fleiri leikmenn inná völlinn til að jafna álagið.“ Ég veit að það þýðir ekkert að spyrja þig hvað þú varst ánægðustur með en óánægðastur? „Það var ekki margt, kannski nokkur atriði í vörninni, hún hefði mátt vera þéttari. Við vorum allan tímann með forystuna og það var ákveðin yfirvegun í þessu hjá okkur. Þú heldur náttúrulega með Íslandi í leiknum gegn Dönum. „Nei nú skilja leiðir í 60 mínútur.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Danir verða mótherjar Íslendinga. Þeir unnu fjögurra marka sigur á Pólverjum 31-27 í Lusail í kvöld. Danir höfðu undirtökin allan leikinn, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 16-12. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar náðu sjö marka forystu þegar tæpar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. 11 Danir skoruðu í leiknum. Hans Lindberg skoraði 6 mörk úr jafnmörgum skotum og þeir Mikkel Hansen, Lasse Svan og Jesper Nöddesbo skoruðu fjögur mörk hver. Pólsku markverðirnir voru aðeins með 14% markvörslu, vörðu 5 skot en Nicklas Landin varði 11 skot í danska markinu. Hann byrjaði frábærlega þegar Danir komust í 3-0 á fyrstu mínútum leiksins. Línumaðurinn Bartosz Jurecki skoraði flest mörk Pólverja, fimm talsins þar af 4 af vítalínunni. Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. Hann er alveg með það á hreinu hverjir verða andstæðingar Dana í 16 liða úrslitum. „Já, já, ég veit það. Það er bara eins og það er. Þetta verður spennandi verkefni,“ sagði Guðmundur. Langar þig ekki að vera hinum megin í þeim leik? „Nei nú er ég með Dani og gef allt í þetta sem ég get fyrir mitt lið. Það er ekkert annað sem kemst að. „Þetta var svakalegur leikur. Mikilvægt að dreifa álaginu. Margt gott í leiknum, góðir kaflar í vörn og góð markvarsla á köflum og við spiluðum af yfirvegun í sókninni.“ Íslendingar búnir að fá á baukinn í tveimur leikjum en nú eru þeir komnir með blóð á tennurnar. „Já við líka. Við fengum líka á baukinn þannig að ég held að það sé líkt á komið með liðunum.“ Á baukinn, þið gerðuð jafntefli við Argentínumenn og það reyndust bara fínustu úrslit. „Það eru ekki allir sammála því. En án gríns þá held ég að við höfum bara verið að vinna okkur inn í keppnina hægt og sígandi og mér finnst við hafa verið að bæta okkar leik með hverjum leik. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá fleiri leikmenn inná völlinn til að jafna álagið.“ Ég veit að það þýðir ekkert að spyrja þig hvað þú varst ánægðustur með en óánægðastur? „Það var ekki margt, kannski nokkur atriði í vörninni, hún hefði mátt vera þéttari. Við vorum allan tímann með forystuna og það var ákveðin yfirvegun í þessu hjá okkur. Þú heldur náttúrulega með Íslandi í leiknum gegn Dönum. „Nei nú skilja leiðir í 60 mínútur.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira