Roggisch: Dagur er óttalaus og strákarnir líka Arnar Björnsson skrifar 24. janúar 2015 12:30 Oliver Roggisch, liðsstjóri þýska landsliðsins, er vitanlega ánægður með gengi þýska landsliðsins á HM til þessa en með sigri á Sádí Arabíu í dag tryggir liðið sér efsta sæti í D-riðli mótsins. „Við erum með ungt og óreynt lið og enginn reiknaði með miklu af okkur á HM. En okkur gekk vel í undankeppninni í haust og í æfingaleikjunum fyrir HM,“ sagði Roggisch en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við viljum auðvitað vinna síðasta leikinn okkar í riðlinum [gegn Sádí Arabíu] og tryggja efsta sætið. Okkur hlakkar til að takast á við leik í 16-liða úrslitunum en við sjáum til hvað við getum farið langt.“ Roggisch er fyrrum varnarjaxl og viðurkennir að hann hefði gaman að því að spila með liðinu nú. „En ég er að verða of gamall til að geta spilað á því getustigi sem þarf til. En það er gaman að sjá hvernig þetta unga lið hefur staðið sig og hversu góð stemning er í liðinu.“ Hann segir að Dagur Sigurðsson hafi staðið sig vel í starfi landsliðsþjálfara til þessa og tekist vel á við pressuna sem fylgir stöðunni. „Hann er samur við sig, sama hverjum við mætir. Það skilar sér til liðsins og leikmenn eru óttalausir sama við hverja þeir eru að spila hverju sinni.“ „Hann hefur lagt áherslu á að við spilum okkar leik, sama hvernig stendur í leiknum og við hverja. Við höfum gaman að því að spila okkar handbolta og það hefur reynst okkur vel.“ Roggisch segir að þýska liðið hugsi ekki um hversu langt það geti farið í mótinu. „Við viljum auðvitað vinna hvern einasta leik. Við getum unnið Ísland, Tékkland eða Egyptaland í 16-liða úrslitunum en líka tapað fyrir þessum liðum.“ „Við þurfum að halda einbeitingu okkar í lagi og halda áfram að undirbúa okkur vel. Það mun vonandi duga til sigurs í 16-liða úrslitunum, sama hverjum við mætum.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30 Dagur: Leikmenn geta ekkert sagt Dagur Sigurðsson ákvað að breyta um varnartaktík nokkrum klukkutímum fyrir leikinn gegn Dönum á HM. 22. janúar 2015 09:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Kretzschmar: Erum eins og Danir á EM 1992 Stefan Kretzschmar er sama hvort Þjóðverjar verði í fyrsta eða öðru sæti síns riðils. 21. janúar 2015 15:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Oliver Roggisch, liðsstjóri þýska landsliðsins, er vitanlega ánægður með gengi þýska landsliðsins á HM til þessa en með sigri á Sádí Arabíu í dag tryggir liðið sér efsta sæti í D-riðli mótsins. „Við erum með ungt og óreynt lið og enginn reiknaði með miklu af okkur á HM. En okkur gekk vel í undankeppninni í haust og í æfingaleikjunum fyrir HM,“ sagði Roggisch en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við viljum auðvitað vinna síðasta leikinn okkar í riðlinum [gegn Sádí Arabíu] og tryggja efsta sætið. Okkur hlakkar til að takast á við leik í 16-liða úrslitunum en við sjáum til hvað við getum farið langt.“ Roggisch er fyrrum varnarjaxl og viðurkennir að hann hefði gaman að því að spila með liðinu nú. „En ég er að verða of gamall til að geta spilað á því getustigi sem þarf til. En það er gaman að sjá hvernig þetta unga lið hefur staðið sig og hversu góð stemning er í liðinu.“ Hann segir að Dagur Sigurðsson hafi staðið sig vel í starfi landsliðsþjálfara til þessa og tekist vel á við pressuna sem fylgir stöðunni. „Hann er samur við sig, sama hverjum við mætir. Það skilar sér til liðsins og leikmenn eru óttalausir sama við hverja þeir eru að spila hverju sinni.“ „Hann hefur lagt áherslu á að við spilum okkar leik, sama hvernig stendur í leiknum og við hverja. Við höfum gaman að því að spila okkar handbolta og það hefur reynst okkur vel.“ Roggisch segir að þýska liðið hugsi ekki um hversu langt það geti farið í mótinu. „Við viljum auðvitað vinna hvern einasta leik. Við getum unnið Ísland, Tékkland eða Egyptaland í 16-liða úrslitunum en líka tapað fyrir þessum liðum.“ „Við þurfum að halda einbeitingu okkar í lagi og halda áfram að undirbúa okkur vel. Það mun vonandi duga til sigurs í 16-liða úrslitunum, sama hverjum við mætum.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30 Dagur: Leikmenn geta ekkert sagt Dagur Sigurðsson ákvað að breyta um varnartaktík nokkrum klukkutímum fyrir leikinn gegn Dönum á HM. 22. janúar 2015 09:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Kretzschmar: Erum eins og Danir á EM 1992 Stefan Kretzschmar er sama hvort Þjóðverjar verði í fyrsta eða öðru sæti síns riðils. 21. janúar 2015 15:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30
Dagur: Leikmenn geta ekkert sagt Dagur Sigurðsson ákvað að breyta um varnartaktík nokkrum klukkutímum fyrir leikinn gegn Dönum á HM. 22. janúar 2015 09:00
Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38
Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58
Kretzschmar: Erum eins og Danir á EM 1992 Stefan Kretzschmar er sama hvort Þjóðverjar verði í fyrsta eða öðru sæti síns riðils. 21. janúar 2015 15:00