„Við erum með ungt og óreynt lið og enginn reiknaði með miklu af okkur á HM. En okkur gekk vel í undankeppninni í haust og í æfingaleikjunum fyrir HM,“ sagði Roggisch en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
„Við viljum auðvitað vinna síðasta leikinn okkar í riðlinum [gegn Sádí Arabíu] og tryggja efsta sætið. Okkur hlakkar til að takast á við leik í 16-liða úrslitunum en við sjáum til hvað við getum farið langt.“
Roggisch er fyrrum varnarjaxl og viðurkennir að hann hefði gaman að því að spila með liðinu nú. „En ég er að verða of gamall til að geta spilað á því getustigi sem þarf til. En það er gaman að sjá hvernig þetta unga lið hefur staðið sig og hversu góð stemning er í liðinu.“
Hann segir að Dagur Sigurðsson hafi staðið sig vel í starfi landsliðsþjálfara til þessa og tekist vel á við pressuna sem fylgir stöðunni. „Hann er samur við sig, sama hverjum við mætir. Það skilar sér til liðsins og leikmenn eru óttalausir sama við hverja þeir eru að spila hverju sinni.“
„Hann hefur lagt áherslu á að við spilum okkar leik, sama hvernig stendur í leiknum og við hverja. Við höfum gaman að því að spila okkar handbolta og það hefur reynst okkur vel.“
Roggisch segir að þýska liðið hugsi ekki um hversu langt það geti farið í mótinu. „Við viljum auðvitað vinna hvern einasta leik. Við getum unnið Ísland, Tékkland eða Egyptaland í 16-liða úrslitunum en líka tapað fyrir þessum liðum.“
„Við þurfum að halda einbeitingu okkar í lagi og halda áfram að undirbúa okkur vel. Það mun vonandi duga til sigurs í 16-liða úrslitunum, sama hverjum við mætum.“
Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).