Handritshöfundur er Björn Bragi Arnarson, leikstjóri er Þorvaldur Davíð Kristjánsson og danshöfundur er Stella Rósinkrans.
Myndbandið sem Verzlingar frumsýndu í hádeginu er hið glæsilegasta og unnið af fyrirtækinu IRIS Iceland.
„Þetta er byggt á myndinni sem flestir þekkja vel með John Travolta í aðalhlutverki. Við færum það í íslenskan búning en höldum góðu 70's New York stemmningunni úr myndinni,“ sagði Björn Bragi við fréttastofu fyrr í vetur. Þetta er frumraun Björns Braga í að skrifa söngleikjahandrit, en áður hefur hann skrifað þónokkuð fyrir sjónvarp og smásögur.