Hreggnasi gerir langtíma samning um Grímsá Karl Lúðvíksson skrifar 22. janúar 2015 09:30 Veiðihúsið við Grímsá Nýverið var undirritaður samningur á milli Hreggnasa ehf annars vegar og Veiðifélags Grímsár og Tunguár í Borgarfirði hins vegar, um að veiðiréttur ánna verði hjá þeim fyrrnefnda til og með ársins 2020. Grímsá og Tunguá eru án efa meðal mestu laxveiðiáa landsins, en samstarf þessara aðila nær allt til ársins 2004 þegar að Hreggnasi tók við sölu veiðileyfa af landeigendum sjálfum. Grímsá í Borgarfirði hefur langa samfellda sögu stangaveiða, en þær ná aftur til ársins 1862, þegar að enskir veiðimenn fóru að venja þangað komur sínar. Meðalveiði sl. 20 ára eru um 1.300 laxar á ári, en við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins. Samningurinn er mikið gleðiefni fyrir aðstandendur Hreggnasa, en félagið fagnar 15 ára starfsafmæli í ár. Grímsá hefur átt sinn fasta hóp veiðimanna sem veiðir ánna á hverju ári og sá hópur virðist bara fara stækkandi. Áin var uppseld í fyrra og það stefnir í svipaða stöðu í ár þrátt fyrir lélega veiði í fyrra. Þeir sem ætla sér að tryggja daga í ánni fyrir komandi sumar þurfa að hafa hraðar hendur ætli þeir sér að veiða á besta tímanum en þessa dagana er salan mjög góð og greinilegt að erlendir veiðimenn eru að snúa aftur af miklum krafti. Stangveiði Mest lesið Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Tröllin farin að sýna sig á Nessvæðinu Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði
Nýverið var undirritaður samningur á milli Hreggnasa ehf annars vegar og Veiðifélags Grímsár og Tunguár í Borgarfirði hins vegar, um að veiðiréttur ánna verði hjá þeim fyrrnefnda til og með ársins 2020. Grímsá og Tunguá eru án efa meðal mestu laxveiðiáa landsins, en samstarf þessara aðila nær allt til ársins 2004 þegar að Hreggnasi tók við sölu veiðileyfa af landeigendum sjálfum. Grímsá í Borgarfirði hefur langa samfellda sögu stangaveiða, en þær ná aftur til ársins 1862, þegar að enskir veiðimenn fóru að venja þangað komur sínar. Meðalveiði sl. 20 ára eru um 1.300 laxar á ári, en við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins. Samningurinn er mikið gleðiefni fyrir aðstandendur Hreggnasa, en félagið fagnar 15 ára starfsafmæli í ár. Grímsá hefur átt sinn fasta hóp veiðimanna sem veiðir ánna á hverju ári og sá hópur virðist bara fara stækkandi. Áin var uppseld í fyrra og það stefnir í svipaða stöðu í ár þrátt fyrir lélega veiði í fyrra. Þeir sem ætla sér að tryggja daga í ánni fyrir komandi sumar þurfa að hafa hraðar hendur ætli þeir sér að veiða á besta tímanum en þessa dagana er salan mjög góð og greinilegt að erlendir veiðimenn eru að snúa aftur af miklum krafti.
Stangveiði Mest lesið Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Tröllin farin að sýna sig á Nessvæðinu Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði