Strax vinsæl: Plata Bjarkar í efsta sæti í 30 löndum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. janúar 2015 16:39 Vulnicura fer vel í fólk. Ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hún var óvænt sett á iTunes í gærkvöldi. Platan situr í efsta sæti yfir þær plötur sem eru á tónlistarveitunni í þrjátíu löndum, þrátt fyrir að hafa ekki verið á vefnum í sólarhring. Þetta má sjá á lista sem byggir á rauntíma upplýsingum frá iTunes. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Platan hefur fengið mjög góða dóma. Blaðamaður breska miðilsins The Guardian segir Björk hafa sett sjálfa sig og umhverfisvitund sína aftur í forgrunn með plötunni. Hann segir að þetta sé mikilvægasta plata Bjarkar síðan árið 2001 og notar sterk lýsingarorð og segir að platan sé „særð, hrá og - það mikilvægasta af öllu - mannleg." Í gagnrýni miðilsins Irish Times fær Björk fjórar stjörnur fyrir plötuna. Þar segir að Björk hafi neyðst til að gefa plötuna út snemma, en að það hafi svo sannarlega verið sigur fyrir íslensku söngkonuna. Blaðamaður MTV segir plötuna vera magnaða. Hann segir plötuna hreinlega lama hlustandann. Hann segir plötuna vera lífræna en samt svo fjarlæga. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hún var óvænt sett á iTunes í gærkvöldi. Platan situr í efsta sæti yfir þær plötur sem eru á tónlistarveitunni í þrjátíu löndum, þrátt fyrir að hafa ekki verið á vefnum í sólarhring. Þetta má sjá á lista sem byggir á rauntíma upplýsingum frá iTunes. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Platan hefur fengið mjög góða dóma. Blaðamaður breska miðilsins The Guardian segir Björk hafa sett sjálfa sig og umhverfisvitund sína aftur í forgrunn með plötunni. Hann segir að þetta sé mikilvægasta plata Bjarkar síðan árið 2001 og notar sterk lýsingarorð og segir að platan sé „særð, hrá og - það mikilvægasta af öllu - mannleg." Í gagnrýni miðilsins Irish Times fær Björk fjórar stjörnur fyrir plötuna. Þar segir að Björk hafi neyðst til að gefa plötuna út snemma, en að það hafi svo sannarlega verið sigur fyrir íslensku söngkonuna. Blaðamaður MTV segir plötuna vera magnaða. Hann segir plötuna hreinlega lama hlustandann. Hann segir plötuna vera lífræna en samt svo fjarlæga.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira