Dagur: Leikmenn geta ekkert sagt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 09:00 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Ummæli Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi þýska liðsins í Doha í gær vöktu mikla athygli. Hann greindi frá því að hann hafi ákveðið að láta þýska liðið spila nýtt varnarafbrigði í leiknum gegn Dönum í fyrradag með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Leikmenn fengu ekki tækifæri til að æfa vörnina sérstaklega og fóru aðeins eftir fyrirmælum Dags. Herbragðið gekk eftir - Þjóðverjar voru ekki langt frá því að vinna leikinn en niðurstaðan varð jafntefli sem að öllum líkindum fór langleiðina með að tryggja Þýskalandi sigur í hinum geysisterka D-riðli. „Þetta var mjög skemmtilegt framhald af mótinu hjá okkur. Þetta hefur verið mjög knappt allt saman og hörkuleikir. Það er því gaman að sjá að strákarnir standa í lappirnar og fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Dagur við Vísi í gær. „Maður sér til að mynda hvernig hefur farið gegn Rússunum. Þeir hafa tapað tveimur leikjum [gegn Þýskalandi og Póllandi] með aðeins einu marki. Danir gera svo tvö jafntefli. Þetta er afar jafn riðill og erfiður.“ Þýskaland er efst í D-riðli og mun með sigrum á Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér sigur í riðlinum. Hann segir að það sé ekki erfitt að einbeita sér að einu verkefni í einu og hugsa ekki of langt fram í tímann. „Það er ágætt að vera búnir að fá þessi úrslit hjá Argentínu - jafntefli gegn Dönum og eins marks tap gegn Póllandi. Þá er ekkert langt í okkur. Ég sá spá fyrir mótið þar sem okkur var spáð sextánda sæti og Argentína því sautjánda. Það er því ekki mikið á milli,“ sagði hann. Á blaðamannafundi þýska landsliðsins í gær kom fram að Dagur hafi ákveðið að breyta um varnarafbrigði aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik. Hann ákvað að láta liðið spila vörn sem það hafði ekki einu sinni æft á æfingum. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, var á fundinum og Vísir fékk álit hans á þessu útspili Dags. „Hann er sífelld hugsandi og er mjög skapandi. Þetta var í raun bara gert nokkrum klukkutímum fyrir leik og að breyta um varnartaktík gegn Dönum með svo skömmum fyrirvara er ótrúlegt,“ sagði Kretzschmar og hló. Dagur sagði að þetta hafi verið eitthvað sem hann hafi verið að byrja að hugsa um í rútunni heim á hótel eftir æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum. „Ég fékk þessa hugmynd og þá var það bara gert. Það gekk ágætlega og varð okkur alla vega ekki að falli. Við vildum koma þeim á óvart og ná þannig að lifa af fyrstu 20 mínútur leiksins. Það tókst og við komumst vel inn í hálfleikinn.“ „Þetta er auðvitað stórhættulegt,“ játar hann og brosir. „Leikmenn geta ekkert sagt enda hafa þeir ekkert um þetta að segja. En ég held að þeir hafi verið nokkur sáttir með þetta og alltaf betra þegar svona hlutir ganga þokkalega upp.“ Hann segist ekkert vera farinn að velta því fyrir sér hvaða andstæðing liðið gæti fengið í 16-liða úrslitum - hvort það verði íslenska liðið eða eitthvert annað. Hann segir að það séu of margir óvissuþættir til þess. Þó svo að Dagur hafi ekki haft tíma til að horfa á leiki íslenska liðsins þá hrósaði hann því fyrir úrslitin gegn Frakklandi. „Þetta voru flott úrslit og strákarnir eru sjóaðir og vita að mótið er rétt að byrja.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Ummæli Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi þýska liðsins í Doha í gær vöktu mikla athygli. Hann greindi frá því að hann hafi ákveðið að láta þýska liðið spila nýtt varnarafbrigði í leiknum gegn Dönum í fyrradag með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Leikmenn fengu ekki tækifæri til að æfa vörnina sérstaklega og fóru aðeins eftir fyrirmælum Dags. Herbragðið gekk eftir - Þjóðverjar voru ekki langt frá því að vinna leikinn en niðurstaðan varð jafntefli sem að öllum líkindum fór langleiðina með að tryggja Þýskalandi sigur í hinum geysisterka D-riðli. „Þetta var mjög skemmtilegt framhald af mótinu hjá okkur. Þetta hefur verið mjög knappt allt saman og hörkuleikir. Það er því gaman að sjá að strákarnir standa í lappirnar og fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Dagur við Vísi í gær. „Maður sér til að mynda hvernig hefur farið gegn Rússunum. Þeir hafa tapað tveimur leikjum [gegn Þýskalandi og Póllandi] með aðeins einu marki. Danir gera svo tvö jafntefli. Þetta er afar jafn riðill og erfiður.“ Þýskaland er efst í D-riðli og mun með sigrum á Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér sigur í riðlinum. Hann segir að það sé ekki erfitt að einbeita sér að einu verkefni í einu og hugsa ekki of langt fram í tímann. „Það er ágætt að vera búnir að fá þessi úrslit hjá Argentínu - jafntefli gegn Dönum og eins marks tap gegn Póllandi. Þá er ekkert langt í okkur. Ég sá spá fyrir mótið þar sem okkur var spáð sextánda sæti og Argentína því sautjánda. Það er því ekki mikið á milli,“ sagði hann. Á blaðamannafundi þýska landsliðsins í gær kom fram að Dagur hafi ákveðið að breyta um varnarafbrigði aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik. Hann ákvað að láta liðið spila vörn sem það hafði ekki einu sinni æft á æfingum. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, var á fundinum og Vísir fékk álit hans á þessu útspili Dags. „Hann er sífelld hugsandi og er mjög skapandi. Þetta var í raun bara gert nokkrum klukkutímum fyrir leik og að breyta um varnartaktík gegn Dönum með svo skömmum fyrirvara er ótrúlegt,“ sagði Kretzschmar og hló. Dagur sagði að þetta hafi verið eitthvað sem hann hafi verið að byrja að hugsa um í rútunni heim á hótel eftir æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum. „Ég fékk þessa hugmynd og þá var það bara gert. Það gekk ágætlega og varð okkur alla vega ekki að falli. Við vildum koma þeim á óvart og ná þannig að lifa af fyrstu 20 mínútur leiksins. Það tókst og við komumst vel inn í hálfleikinn.“ „Þetta er auðvitað stórhættulegt,“ játar hann og brosir. „Leikmenn geta ekkert sagt enda hafa þeir ekkert um þetta að segja. En ég held að þeir hafi verið nokkur sáttir með þetta og alltaf betra þegar svona hlutir ganga þokkalega upp.“ Hann segist ekkert vera farinn að velta því fyrir sér hvaða andstæðing liðið gæti fengið í 16-liða úrslitum - hvort það verði íslenska liðið eða eitthvert annað. Hann segir að það séu of margir óvissuþættir til þess. Þó svo að Dagur hafi ekki haft tíma til að horfa á leiki íslenska liðsins þá hrósaði hann því fyrir úrslitin gegn Frakklandi. „Þetta voru flott úrslit og strákarnir eru sjóaðir og vita að mótið er rétt að byrja.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti