Aron Kristjáns: Við vorum að spila betur saman Arnar Björnsson í Katar skrifar 22. janúar 2015 13:00 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. Það gefst ekki langur tími fyrir Aron að melta úrslitin úr leiknum við hið geysisterka lið Frakka. Á morgun mæta Íslendingar, Tékkum. Sá leikur ræður því hvort Tékkar hanga inni í mótinu. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og draumur þeirra um að komast í 16-liða úrslitin verður að engu takist þeim ekki að vinna. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum í síðustu umferðinni, Alsírmönnum. „Þetta er lykilleikur og við gerðum reyndar ráð fyrir því fyrir mót. Þetta er auðvitað í okkar höndum að taka næstu skref, við erum að bæta okkar leik og nú þurfum við að halda því áfram og mæta Tékkunum af krafti," sagði Aron. Verða aðrar áherslur í undirbúningi fyrir leikinn við Tékka en gegn Frökkunum? „Tékkarnir eru með aðeins öðruvísi lið, eru með tvær mjög sterkar skyttur (Filip Jicha og Pavel Horak) og spila aðeins flatari varnarleik en Frakkarnir hafa verið að gera. Við þurfum að vera góðir í að slíta þá í sundur, þeir eru stórir. Þetta er aðeins öðruvísi lið en skeinuhætt með sterkar skyttur innanborðs," segir Aron. Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í Frakkaleiknum? „Ég var ánægðari með tímasetningarnar í sóknarleiknum, þær voru miklu betri. Við vorum að spila betur saman og koma okkur í mörg góð færi ef maður miðar við fyrsta leikinn í keppninni þar sem við vorum að spila gegn 6-0 vörn. Líka sigurviljann, kraftinn og trúna á sigur," segir Aron. Finnst þér glitta í það hjá strákunum að þeir vilji fara í leikinn á morgun til að vinna? „Já, ég held að menn geri sér algjörlega grein fyrir því að leikurinn á morgun er mikilvægur. Við vorum allir mjög svekktir í gær að hafa gengið af velli með eitt stig. Við vildum fá bæði. Það er góð tilfinning að hafa eftir leik gegn jafnsterku liði," segir Aron. Það er hægt að finna allt viðtalið í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var eins og leikmennirnir ánægður með leikinn gegn Frökkum. Það er oft erfitt að sjá á þjálfaranum hvort hann er kátur eða glaður því hann heldur ætíð ró sinni hvernig sem á gengur. Það gefst ekki langur tími fyrir Aron að melta úrslitin úr leiknum við hið geysisterka lið Frakka. Á morgun mæta Íslendingar, Tékkum. Sá leikur ræður því hvort Tékkar hanga inni í mótinu. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum og draumur þeirra um að komast í 16-liða úrslitin verður að engu takist þeim ekki að vinna. Þeir mæta slakasta liðinu í riðlinum í síðustu umferðinni, Alsírmönnum. „Þetta er lykilleikur og við gerðum reyndar ráð fyrir því fyrir mót. Þetta er auðvitað í okkar höndum að taka næstu skref, við erum að bæta okkar leik og nú þurfum við að halda því áfram og mæta Tékkunum af krafti," sagði Aron. Verða aðrar áherslur í undirbúningi fyrir leikinn við Tékka en gegn Frökkunum? „Tékkarnir eru með aðeins öðruvísi lið, eru með tvær mjög sterkar skyttur (Filip Jicha og Pavel Horak) og spila aðeins flatari varnarleik en Frakkarnir hafa verið að gera. Við þurfum að vera góðir í að slíta þá í sundur, þeir eru stórir. Þetta er aðeins öðruvísi lið en skeinuhætt með sterkar skyttur innanborðs," segir Aron. Hvað var þjálfarinn ánægðastur með í Frakkaleiknum? „Ég var ánægðari með tímasetningarnar í sóknarleiknum, þær voru miklu betri. Við vorum að spila betur saman og koma okkur í mörg góð færi ef maður miðar við fyrsta leikinn í keppninni þar sem við vorum að spila gegn 6-0 vörn. Líka sigurviljann, kraftinn og trúna á sigur," segir Aron. Finnst þér glitta í það hjá strákunum að þeir vilji fara í leikinn á morgun til að vinna? „Já, ég held að menn geri sér algjörlega grein fyrir því að leikurinn á morgun er mikilvægur. Við vorum allir mjög svekktir í gær að hafa gengið af velli með eitt stig. Við vildum fá bæði. Það er góð tilfinning að hafa eftir leik gegn jafnsterku liði," segir Aron. Það er hægt að finna allt viðtalið í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira