Guðjón Valur: Þurfum að nýta okkur það að Tékkar eru svolítið brotnir Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Eva Björk Þeir voru þreyttir en kátir „strákarnir okkar“ þegar blaðamenn hittu þá á Intercontinental hótelinu í morgun. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var mættur fyrstur í morgunmatinn eins og oft áður, nokkuð glaður með jafnteflið við Frakka í gærkvöldi. „Við tökum það jákvæða úr leiknum. Þetta voru okkar bestu 60 mínútur í mótinu og eitthvað til að byggja á. Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn þó svo að við höfum átt möguleika á meiru en við vorum komnir undir í lokin. Við tökum þessu stigi og horfum fram á veginn," sagði Guðjón Valur. Næstu mótherjar verða Tékkar sem geta skákað Íslendingum með því að vinna báða sína leiki og komist í 16 liða úrslit. Þeir eiga Alsír eftir en Íslendingar mæta Egyptum í lokaumferðinni. „Við getum líka með því að vinna leikinn tryggt okkur áfram og sett þá út úr mótinu. Þetta verður hörkuleikur. Þeir áttu ekki góðan leik á móti Svíum en hafa tapað hinum tveimur leikjunum með litlum mun. Þeir eru með gott lið og eru að fá sinn besta mann Filip Jicha aftur inn í liðið. Tékkar eru með hávaxið lið sem oft er erfitt við að eiga fyrir okkur í vörninni. Þeir verða auðveldari ef við náum að hreyfa þá eitthvað og fá hraðaupphlaupin á þá. Þeir eru svolítið brotnir eftir þrjá tapleiki og við þurfum að nýta okkur það á morgun. Við setjum þetta upp sem úrslitaleik fyrir okkur. Það eru tvö lið sem mætast á morgun og undirbúa sig á mismunandi hátt og við sjáum bara hvort liðið gerir það betur á morgun," sagði Guðjón Valur. Hver er munurinn á Frökkum og Tékkum? „Frakkarnir eru betri, það er einfaldlega þannig. Þeir eru með meiri reynslu og betri handboltamenn en Tékkarnir eru klárlega með samkeppnishæft lið enda sér maður það á leik þeirra við Frakka sem við erum búnir að skoða. Þeir eru með gott lið en hafa verið í erfiðleikum og við þurfum að leggja fyrir þá svolítið erfitt verkefni á morgun þannig að þeir nái ekki að vinna sig úr þeim erfiðleikjum sem þeir eru í," segir Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til Filip Jicha sem missti af tveimur fyrstu leikjunum vegna veikinda. Jicha hefur tapað nokkrum kílóum í veikindum sínum en hann skoraði 4 mörk úr 7 skotum í þriggja marka tapi Tékka gegn Egyptum. „Hann er náttúrulega þeirra allra mikilvægasti leikmaður og stjórnar þeirra sóknarleik, frábær skytta og skynsamur og klókur líka. Hann er klárlega þeirra aðalvopn. Tékkar eru líka með Pavel Horak sem er gríðarlega vinnusamur og erfitt að stoppa, maður á mann, stórt og mikið flykki. En það eru meira einstaklingar hjá þeim sem eru hættulegir frekar en liðsheildin sem hefur verið aðall þeirra hingað til," segir Guðjón Valur. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Þeir voru þreyttir en kátir „strákarnir okkar“ þegar blaðamenn hittu þá á Intercontinental hótelinu í morgun. Fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, var mættur fyrstur í morgunmatinn eins og oft áður, nokkuð glaður með jafnteflið við Frakka í gærkvöldi. „Við tökum það jákvæða úr leiknum. Þetta voru okkar bestu 60 mínútur í mótinu og eitthvað til að byggja á. Ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn þó svo að við höfum átt möguleika á meiru en við vorum komnir undir í lokin. Við tökum þessu stigi og horfum fram á veginn," sagði Guðjón Valur. Næstu mótherjar verða Tékkar sem geta skákað Íslendingum með því að vinna báða sína leiki og komist í 16 liða úrslit. Þeir eiga Alsír eftir en Íslendingar mæta Egyptum í lokaumferðinni. „Við getum líka með því að vinna leikinn tryggt okkur áfram og sett þá út úr mótinu. Þetta verður hörkuleikur. Þeir áttu ekki góðan leik á móti Svíum en hafa tapað hinum tveimur leikjunum með litlum mun. Þeir eru með gott lið og eru að fá sinn besta mann Filip Jicha aftur inn í liðið. Tékkar eru með hávaxið lið sem oft er erfitt við að eiga fyrir okkur í vörninni. Þeir verða auðveldari ef við náum að hreyfa þá eitthvað og fá hraðaupphlaupin á þá. Þeir eru svolítið brotnir eftir þrjá tapleiki og við þurfum að nýta okkur það á morgun. Við setjum þetta upp sem úrslitaleik fyrir okkur. Það eru tvö lið sem mætast á morgun og undirbúa sig á mismunandi hátt og við sjáum bara hvort liðið gerir það betur á morgun," sagði Guðjón Valur. Hver er munurinn á Frökkum og Tékkum? „Frakkarnir eru betri, það er einfaldlega þannig. Þeir eru með meiri reynslu og betri handboltamenn en Tékkarnir eru klárlega með samkeppnishæft lið enda sér maður það á leik þeirra við Frakka sem við erum búnir að skoða. Þeir eru með gott lið en hafa verið í erfiðleikum og við þurfum að leggja fyrir þá svolítið erfitt verkefni á morgun þannig að þeir nái ekki að vinna sig úr þeim erfiðleikjum sem þeir eru í," segir Guðjón Valur. Guðjón Valur Sigurðsson þekkir vel til Filip Jicha sem missti af tveimur fyrstu leikjunum vegna veikinda. Jicha hefur tapað nokkrum kílóum í veikindum sínum en hann skoraði 4 mörk úr 7 skotum í þriggja marka tapi Tékka gegn Egyptum. „Hann er náttúrulega þeirra allra mikilvægasti leikmaður og stjórnar þeirra sóknarleik, frábær skytta og skynsamur og klókur líka. Hann er klárlega þeirra aðalvopn. Tékkar eru líka með Pavel Horak sem er gríðarlega vinnusamur og erfitt að stoppa, maður á mann, stórt og mikið flykki. En það eru meira einstaklingar hjá þeim sem eru hættulegir frekar en liðsheildin sem hefur verið aðall þeirra hingað til," segir Guðjón Valur. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira