Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 11:00 Róbert Gunnarsson og Luka Karabatić. Vísir/Eva Björk Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. Róbert skoraði tvö mörk gegn Frökkum í leiknum á HM í handbolta í gær en það seinna gerði hann í byrjun seinni hálfleiks þegar Íslendingar náðu fjögurra marka forystu, 16-12. Er skrokkurinn ekki lemstraður eftir leikinn? „Hann er bara furðu góður það voru svo margir brottrekstrar í leiknum þannig að maður tók nú bara þátt í einum fjórða úr leiknum. Áður fyrr var spilað dag eftir dag, þá var ég yngri en ég er skynsamari núna. Núna er maður farinn að hugsa betur um sig og meðan skrokkurinn heldur þá er maður bara mjög ánægður," sagði Róbert. Róbert spilar í Frakklandi og hann hlýtur að vera ánægður með jafnteflið. „Já það verður auðveldara að fara til Frakklands, hvernig sem mótið fer, þeir geta þá ekki sagt að þeir hafi unnið okkur. Þeir vita alveg að við hefðum getað unnið leikinn í lokin þannig að ég get mætt til Frakklands með hökuna hátt," sagði Róbert. Hvernig verður leikurinn við Tékka eru þeir svipaðir og Frakkarnir? „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ég reikna nú með því að Frakkarnir séu sterkari. Við virðumst alltaf spila á sama „leveli“ og andstæðingurinn, það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila, Frakklandi eða Alsír því við dettum alltaf á sama plan. Það er „groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel og sjáum þá hvert það fer með okkur," segir Róbet. „Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að vinna hvern einasta leik. Við eigum Egyptana í síðasta leiknum í riðlinum og þeir eru með fjölmarga stuðningsmenn hérna," segir Róbert. Leikmenn og þjálfarar hafa ekki alltaf skilið dómgæsluna í keppninni hingað til. Hvert er álit Róberts á störfum dómaranna? „Jú það er mikið talað um dómgæsluna og við erum búnir að lenda í þessu tvisvar sinnum. Í gær voru nokkrir furðulegir dómar. Leikmenn úr báðum liðum fuku útaf fyrir ekki neitt. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið meira niður á öðru liðinu en þetta gerir okkar vinnu svolítið erfiða þegar maður veit ekkert hvað má. Þetta er svolítið leiðinlegt fyrir boltann, þá er búið að taka fókusinn af handboltanum. Svona hefur þetta alltaf verið. Það er sett einhver lína í byrjun og svo deyr hún hægt og rólega út. Seinna í mótinu kemur eðlileg dómgæsla þegar bestu dómararnir dæma og vonandi fáum við að upplifa það með því að fara langt. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. Róbert skoraði tvö mörk gegn Frökkum í leiknum á HM í handbolta í gær en það seinna gerði hann í byrjun seinni hálfleiks þegar Íslendingar náðu fjögurra marka forystu, 16-12. Er skrokkurinn ekki lemstraður eftir leikinn? „Hann er bara furðu góður það voru svo margir brottrekstrar í leiknum þannig að maður tók nú bara þátt í einum fjórða úr leiknum. Áður fyrr var spilað dag eftir dag, þá var ég yngri en ég er skynsamari núna. Núna er maður farinn að hugsa betur um sig og meðan skrokkurinn heldur þá er maður bara mjög ánægður," sagði Róbert. Róbert spilar í Frakklandi og hann hlýtur að vera ánægður með jafnteflið. „Já það verður auðveldara að fara til Frakklands, hvernig sem mótið fer, þeir geta þá ekki sagt að þeir hafi unnið okkur. Þeir vita alveg að við hefðum getað unnið leikinn í lokin þannig að ég get mætt til Frakklands með hökuna hátt," sagði Róbert. Hvernig verður leikurinn við Tékka eru þeir svipaðir og Frakkarnir? „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ég reikna nú með því að Frakkarnir séu sterkari. Við virðumst alltaf spila á sama „leveli“ og andstæðingurinn, það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila, Frakklandi eða Alsír því við dettum alltaf á sama plan. Það er „groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel og sjáum þá hvert það fer með okkur," segir Róbet. „Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að vinna hvern einasta leik. Við eigum Egyptana í síðasta leiknum í riðlinum og þeir eru með fjölmarga stuðningsmenn hérna," segir Róbert. Leikmenn og þjálfarar hafa ekki alltaf skilið dómgæsluna í keppninni hingað til. Hvert er álit Róberts á störfum dómaranna? „Jú það er mikið talað um dómgæsluna og við erum búnir að lenda í þessu tvisvar sinnum. Í gær voru nokkrir furðulegir dómar. Leikmenn úr báðum liðum fuku útaf fyrir ekki neitt. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið meira niður á öðru liðinu en þetta gerir okkar vinnu svolítið erfiða þegar maður veit ekkert hvað má. Þetta er svolítið leiðinlegt fyrir boltann, þá er búið að taka fókusinn af handboltanum. Svona hefur þetta alltaf verið. Það er sett einhver lína í byrjun og svo deyr hún hægt og rólega út. Seinna í mótinu kemur eðlileg dómgæsla þegar bestu dómararnir dæma og vonandi fáum við að upplifa það með því að fara langt. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn