Alfreð Örn tekur við kvennaliði Vals - þjálfar liðið með Óskari út tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2015 18:46 Alfreð Örn Finnsson. Vísir/Pjetur Alfreð Örn Finnsson var ekki lengi atvinnulaus en hann verður næsti þjálfari kvennaliðs Vals. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val. Alfreð mun starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins, út þetta tímabil, en Alfreð tekur svo við Valsliðinu að tímabilinu loknu og er samningur hans til ársins 2018. Alfreð Örn hætti að þjálfa norska liðið Storhamar síðasta föstudag og Valsmenn voru fljótir að semja við hann þegar þeir vissu að hann væri á heimleið.Fréttatilkynning Vals: Handknattleiksdeild Vals hefur ráðið Alfreð Örn Finnsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna til ársins 2018. Alfreð mun koma til starfa hjá félaginu 1. febrúar næstkomandi og starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins,út yfirstandandi tímabil, en Alfreð tekur svo við liðinu að tímabilinu loknu. Handknattleiksdeild Vals lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Alfreðs, enda var hann fyrsti kostur félagsins í starfið. Alfreð, sem er 35 ára gamall, hefur átt farsælan feril sem þjálfari bæði hér heima og erlendis. Ferill Alfreðs hófst í yngri flokkum KR árið 1994, en árið 2002 steig hann sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun sem aðstoðarþjálfari Gróttu/KR. Árin 2003-2008 var hann aðalþjálfari kvennaliða Gróttu (2003-2004, 2006-2008) og ÍBV (2004-2006). Lið ÍBV varð Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2006 og hann var valinn þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna árin 2006 og 2007,en síðara árið varð Grótta í 2. sæti. Árið 2010 tók Alfreð við kvennaliði Volda í 2. deild í Noregi og stýrði liðinu í þrjú ár við góðan orðstír. Á lokatímabili Alfreðs hjá liðinu vann það sér sæti í næstefstu deild og var Alfreð þá ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Storhamar, sem er eitt af fremri kvennaliðum norska kvennaboltans, og stýrði þeim í 4. sæti deildarinnar. Síðastliðinn föstudag komust Alfreð og Storhamar að samkomulagi um starfslok. Þegar handknattleiksdeild Vals varð ljóst að hugur Alfreðs stefndi heim til Íslands var málið unnið hratt og örugglega af báðum aðilum og niðurstaðan þriggja og hálfs árs samningur. Líkt og áður sagði mun Alfreð starfa við hlið Óskars Bjarna með kvennaliðið fram á vorið, með því fyrirkomulagi er bæði karla- og kvennaliðum Vals tryggðar bestu mögulegu aðstæður, enda stýrir Óskar Bjarni einnig karlaliði félagsins. Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH Sjá meira
Alfreð Örn Finnsson var ekki lengi atvinnulaus en hann verður næsti þjálfari kvennaliðs Vals. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Val. Alfreð mun starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins, út þetta tímabil, en Alfreð tekur svo við Valsliðinu að tímabilinu loknu og er samningur hans til ársins 2018. Alfreð Örn hætti að þjálfa norska liðið Storhamar síðasta föstudag og Valsmenn voru fljótir að semja við hann þegar þeir vissu að hann væri á heimleið.Fréttatilkynning Vals: Handknattleiksdeild Vals hefur ráðið Alfreð Örn Finnsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna til ársins 2018. Alfreð mun koma til starfa hjá félaginu 1. febrúar næstkomandi og starfa við hlið Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins,út yfirstandandi tímabil, en Alfreð tekur svo við liðinu að tímabilinu loknu. Handknattleiksdeild Vals lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Alfreðs, enda var hann fyrsti kostur félagsins í starfið. Alfreð, sem er 35 ára gamall, hefur átt farsælan feril sem þjálfari bæði hér heima og erlendis. Ferill Alfreðs hófst í yngri flokkum KR árið 1994, en árið 2002 steig hann sín fyrstu skref í meistaraflokksþjálfun sem aðstoðarþjálfari Gróttu/KR. Árin 2003-2008 var hann aðalþjálfari kvennaliða Gróttu (2003-2004, 2006-2008) og ÍBV (2004-2006). Lið ÍBV varð Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2006 og hann var valinn þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna árin 2006 og 2007,en síðara árið varð Grótta í 2. sæti. Árið 2010 tók Alfreð við kvennaliði Volda í 2. deild í Noregi og stýrði liðinu í þrjú ár við góðan orðstír. Á lokatímabili Alfreðs hjá liðinu vann það sér sæti í næstefstu deild og var Alfreð þá ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðsins Storhamar, sem er eitt af fremri kvennaliðum norska kvennaboltans, og stýrði þeim í 4. sæti deildarinnar. Síðastliðinn föstudag komust Alfreð og Storhamar að samkomulagi um starfslok. Þegar handknattleiksdeild Vals varð ljóst að hugur Alfreðs stefndi heim til Íslands var málið unnið hratt og örugglega af báðum aðilum og niðurstaðan þriggja og hálfs árs samningur. Líkt og áður sagði mun Alfreð starfa við hlið Óskars Bjarna með kvennaliðið fram á vorið, með því fyrirkomulagi er bæði karla- og kvennaliðum Vals tryggðar bestu mögulegu aðstæður, enda stýrir Óskar Bjarni einnig karlaliði félagsins.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni