Mortensen um Katar: Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 31. janúar 2015 21:45 Casper Mortensen eftir leikinn í kvöld. Vísir/Eva Björk Casper Mortensen, hornamaður danska landsliðsins, segir að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari í handbolta á morgun. Enn fremur segir hann það ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum að eitt landslið hafi byggt upp sinn leikmannahóp á erlendum leikmönnum sem skipti um þjóðerni fyrir peninga. Danir unnu fyrr í kvöld sigur á Króatíu í leik liðanna um fimmta sætið á HM. Mortensen var ánægður með sigur sinna manna þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Við vildum þetta mót á jákvæðum nótum. Við bárum virðingu fyrir Króatíu enda gott lið. Við vorum í forystu frá upphafi til enda og þó svo að við vorum aðeins kærulausir í seinni hálfleik þá kláruðum við leikinn almennilega,“ sagði Mortensen.Sjá einnig: Danir klófestu fimmta sætið Danir urðu að sætta sig við fimmta sætið á mótinu þrátt fyrir að hafa tapað aðeins einum leik af níu - það var gegn Spáni í 8-liða úrslitum og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á lokasekúndum leiksins. „Það er erfitt að segja hvort við förum með óbragð í munni frá þessu móti. Við vildum meira. Við vildum komast í undanúrslitin en það var erfitt að þurfa að spila við Spán í 8-liða úrslitunum,“ sagði hann.Danir þakka fyrir stuðninginn í Lusail.Vísir/Eva Björk„En það er þó gott að hafa unnið þessa síðustu tvo leiki og því förum við héðan á nokkuð jákvæðum nótum. Við vitum að við gáfum allt sem við áttum í mótið og ég held að fólkið heima sé ánægt með okkur. Við fengum frábæran stuðning, bæði hér úti og að heiman.“Sjá einnig: Guðmundur: Vitum ekki hvað við erum að spila um Sem fyrr segir fer úrslitaleikur mótsins fram á morgun og Mortensen játar því að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari. „Já, án nokkurs vafa. Það hefur verið mikið talað um þetta lið en þegar reglurnar eru á þann veg að landsliðum er heimilt að kaupa leikmenn alls staðar að úr heiminum þá getur svona lagað gerst. Það er skrýtið en Katar hefur ekki brotið neinar reglur.“Leikmenn Katars fagna einum sigra sinna á mótinu.Vísir/Eva Björk„Ég hef sjálfur verið að einbeita mér að því að spila góðan handbolta en þetta er óneitanlega furðulegt. Ég vona svo sannarlega að Frakkland verði heimsmeistari á morgun.“ Finnst þér þetta ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum í keppninni? „Já,“ svarar hann umsvifalaust. „Að sjálfsögðu. Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga. Maður sækir þjóðernið sitt til fæðingarlandsins og það ætti ekki að vera hægt að spila fyrir annað land bara fyrir peninga.“Sjá einnig: Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „En allir þekkja reglurnar. Maður getur skipt um landslið eftir þriggja ára biðtíma. Hvað mig varðar eru reglurnar vandamálið. Það er ekki stíga fram með ásakanir gagnvart Katar því þar var farið eftir öllum settum reglum.“ „Stóra spurningin er af hverju IHF (Alþjóðahandboltasambandið) sættir sig við þetta? Þetta er ekki sanngjarnt.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00 Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Sjá meira
Casper Mortensen, hornamaður danska landsliðsins, segir að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari í handbolta á morgun. Enn fremur segir hann það ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum að eitt landslið hafi byggt upp sinn leikmannahóp á erlendum leikmönnum sem skipti um þjóðerni fyrir peninga. Danir unnu fyrr í kvöld sigur á Króatíu í leik liðanna um fimmta sætið á HM. Mortensen var ánægður með sigur sinna manna þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Við vildum þetta mót á jákvæðum nótum. Við bárum virðingu fyrir Króatíu enda gott lið. Við vorum í forystu frá upphafi til enda og þó svo að við vorum aðeins kærulausir í seinni hálfleik þá kláruðum við leikinn almennilega,“ sagði Mortensen.Sjá einnig: Danir klófestu fimmta sætið Danir urðu að sætta sig við fimmta sætið á mótinu þrátt fyrir að hafa tapað aðeins einum leik af níu - það var gegn Spáni í 8-liða úrslitum og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á lokasekúndum leiksins. „Það er erfitt að segja hvort við förum með óbragð í munni frá þessu móti. Við vildum meira. Við vildum komast í undanúrslitin en það var erfitt að þurfa að spila við Spán í 8-liða úrslitunum,“ sagði hann.Danir þakka fyrir stuðninginn í Lusail.Vísir/Eva Björk„En það er þó gott að hafa unnið þessa síðustu tvo leiki og því förum við héðan á nokkuð jákvæðum nótum. Við vitum að við gáfum allt sem við áttum í mótið og ég held að fólkið heima sé ánægt með okkur. Við fengum frábæran stuðning, bæði hér úti og að heiman.“Sjá einnig: Guðmundur: Vitum ekki hvað við erum að spila um Sem fyrr segir fer úrslitaleikur mótsins fram á morgun og Mortensen játar því að það sé skrýtin tilhugsun að Katar geti orðið heimsmeistari. „Já, án nokkurs vafa. Það hefur verið mikið talað um þetta lið en þegar reglurnar eru á þann veg að landsliðum er heimilt að kaupa leikmenn alls staðar að úr heiminum þá getur svona lagað gerst. Það er skrýtið en Katar hefur ekki brotið neinar reglur.“Leikmenn Katars fagna einum sigra sinna á mótinu.Vísir/Eva Björk„Ég hef sjálfur verið að einbeita mér að því að spila góðan handbolta en þetta er óneitanlega furðulegt. Ég vona svo sannarlega að Frakkland verði heimsmeistari á morgun.“ Finnst þér þetta ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum í keppninni? „Já,“ svarar hann umsvifalaust. „Að sjálfsögðu. Þjóðerni á ekki að vera falt fyrir peninga. Maður sækir þjóðernið sitt til fæðingarlandsins og það ætti ekki að vera hægt að spila fyrir annað land bara fyrir peninga.“Sjá einnig: Búið að ákveða úrslitin fyrir leik „En allir þekkja reglurnar. Maður getur skipt um landslið eftir þriggja ára biðtíma. Hvað mig varðar eru reglurnar vandamálið. Það er ekki stíga fram með ásakanir gagnvart Katar því þar var farið eftir öllum settum reglum.“ „Stóra spurningin er af hverju IHF (Alþjóðahandboltasambandið) sættir sig við þetta? Þetta er ekki sanngjarnt.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22 Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33 Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30 Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00 Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Sjá meira
Guðmundur: Því miður bara fimmta sætið Þjálfari Dana segir að leikurinn gegn Króötum í kvöld hafi verið frábær, bæði í vörn og sókn. 31. janúar 2015 18:22
Jurecki: Hefur ekkert með íþróttir að gera Pólverjar segja að Katar hafi komist í úrslitaleikinn með aðstoð dómaranna. 31. janúar 2015 07:33
Katar er prúðasta liðið á HM Ekkert lið fengi færri brottvísanir á HM í handbolta. 31. janúar 2015 08:30
Svona hafa leikir Katars verið dæmdir Færri brottvísanir, fleiri víti og dómarar frá fyrrum ríkjum Júgóslavíu hafa dæmt fimm af átta leikjum Katars. 31. janúar 2015 10:00
Lauge: Sýndum hvað við getum Rasmus Lauge er ánægður með að fá að fljúga heim til Danmerkur strax á morgun. 31. janúar 2015 19:12