Mimi Kraus, leikmaður þýska landsliðsins, segir að sigurinn á Slóveníu á HM í dag hafi verið einkar mikilvægur.
Með honum tryggði Þýskaland sér sjöunda sætið á HM í handbolta og þar með öruggan þátttökurétt í undankeppni næstu Ólympíuleika.
„Bæði þjálfarinn [Dagur Sigurðsson] og sambandið var búið að gefa út að markmið okkar var að komast í undankeppnina,“ sagði Kraus eftir leikinn í kvöld.
„Við megum vera stoltir af því að hafa náð þessu sjöunda sæti. Það var virkilega mikilvægt skref fyrir okkur og fyrir þýskan handbolta. Nú lítum við fram á veginn,“ bætti hann við.
Þýskaland tapaði fyrir Katar í 8-liða úrslitum og svo Króatíu í gær. Kraus var ánægður með að hafa því ekki tapað þriðja leiknum í röð.
„Það var ekki síður mikilvægt og hefði dregið úr okkar góða árangi í fyrri hluta mótsins. En við getum nú kvatt þetta mót með góða tilfinningu.“
Kraus: Megum vera stoltir

Tengdar fréttir

Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur
Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna.

Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki
Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið.