Mimi Kraus átti í athyglisverðum samskiptum við leigubílsstjóra í Doha, eftir því sem eftir honum var haft í þýskum fjölmiðlum í gær.
Kraus, sem leikur með þýska landsliðinu í handbolta, var í leigubíl með eiginkonu sinni í Doha í gær þegar bílstjórinn spurði hann hvort hann væri frá Þýskalandi.
„Þið voruð að spila við Katar? Ekki segja mér hvernig leikurinn fór. Þið töpuðuð og dómarinn dæmdi gegn ykkur?“ mun leigubílsstjórinn hafa sagt við Kraus sem spurði á móti hvernig hann vissi þetta.
„Það vita allir í Katar hvernig svona hlutir ganga fyrir sig í þessu landi,“ sagði bílstjórinn þá samkvæmt frásögn Kraus í þýskum fjölmiðlum.
Katar mætir í kvöld Póllandi í undanúrslitum HM í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 15.30.
„Allir í Katar vita hvernig þetta virkar“

Tengdar fréttir

Hermönnum úthlutað sætum eiginkvenna leikmanna
Konunum var smyglað inn í gegnum VIP-svæði fyrir leik Þýskalands og Katars á HM í handbolta.

Stojanovic um ofurlaunin: Handbolti er okkar vinna
Hver leikmaður Katar fær 15 milljónir króna fyrir hvern sigurleik á HM.

Þjóðverjar hafa ekki áhyggjur af dómgæslunni
Dómarapar frá Makedóníu sett á leikinn gegn Katar í 8-liða úrslitum HM í handbolta.

HM-kvöld: Patrekur og austurrísku leikmennirnir flautaðir út úr HM
Hörður Magnússon og Guðjón Guðmundsson tóku það saman í HM-kvöldinu í gær hvernig austurríska landsliðið var hreinlega flautað út út heimsmeistaramótinu þegar liðið tapaði á móti Katar í sextán liða úrslitum HM í handbolta.

HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar
Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta.