Grótta tyllti sér á topp Olís deildar kvenna á ný þegar liðið lagði botnlið ÍR 34-16 á útivelli í dag.
Grótta var 18-8 yfir í hálfleik og eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn býsna öruggur.
Guðný Hjaltadóttir skoraði 7 mörk fyrir Gróttu og Laufey Ásta Guðmundsdóttir 6. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir var markahæst hjá ÍR með 5 mörk.
Haukar lögðu KA/Þór 25-23 á heimavelli. Haukar voru 14-10 yfir í hálfleik en náði aldrei að hrista Akureyringana af sér.
Marija Gedroit skoraði 7 mörk fyrir Hauka og Viktoría Valdimarsdóttir 6. Birta Fönn Sveinsdóttir skoraði 9 mörk fyrir KA/Þór og Paula Chirilia 6.
Grótta á toppinn á ný
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

