Frá Eurovision til Haíti: Elín Sif kemur fram ásamt LOTV Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 13:14 LOTV og Elín troða upp á Café Haítí á morgun klukkan 21. Hin sextán ára söngkona, Elín Sif Halldórsdóttir, sem sló eftirminnilega í gegn í undankeppni Eurovision um síðustu helgi, syngur á tónleikum ásamt hljómsveitinni Lilly of the Valley á morgun. Tónleikarnir fara fram á Café Haiti og hefjast klukkan 21:00. Lilly of the Valley spilar svokallaða folk-skotna popptónlist og hefur vakið athygli fyrir líflegar melódíur og angurværa texta. Sveitin hefur verið dugleg að koma fram að undanförnu og gáfu út lagaþrennu í haust og sat sveitin samtals í 16 vikur á topplista Rásar Tvö. Sveitin var stofnuð fyrir Airwaves 2013 og hana skipa þau Tinna Katrín, Logi Marr, Mímir Nordquist, Hrafnkell Már og Leó Ingi. „Síðasta ár var frábært fyrir okkur í LOTV flokknum og við viljum byrja þetta ár á sömu nótum. Við spiluðum á ótal tónleikum síðasta ár og núna langar okkur að prófa staði sem við höfum ekki prófað áður. Þess vegna fannst okkur Café Haiti tilvalinn staður fyrir nýtt prógram. Nýtt efni og nýjar áherslur. Þetta er lítill og huggulegur staður og það er mikil nálægð við listamanninn þarna," segir Logi um tónleikana sem verða á morgun. Hann segir að þau í sveitinni hafi hrifist af Elínu, en Logi heyrði fyrst af henni fyrir skemmstu. „Ég heyrði af Elínu ekki fyrir svo löngu en hreifst af hennar stöffi. Tinna Katrín benti mér á hana áður en þetta Júró fjör byrjaði og við vorum sammála að þarna væri gott talent á ferð. Við höfðum bara samband við hana og buðum henni að opna fyrir okkur kvöldið og hún var heldur betur til í það. Mér finnst svo mikilvægt að við stöndum saman í þessu og hjálpum hvort öðru hér á þessum litla markaði. Hvet fólk allavega til þess að koma og hlusta." Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hin sextán ára söngkona, Elín Sif Halldórsdóttir, sem sló eftirminnilega í gegn í undankeppni Eurovision um síðustu helgi, syngur á tónleikum ásamt hljómsveitinni Lilly of the Valley á morgun. Tónleikarnir fara fram á Café Haiti og hefjast klukkan 21:00. Lilly of the Valley spilar svokallaða folk-skotna popptónlist og hefur vakið athygli fyrir líflegar melódíur og angurværa texta. Sveitin hefur verið dugleg að koma fram að undanförnu og gáfu út lagaþrennu í haust og sat sveitin samtals í 16 vikur á topplista Rásar Tvö. Sveitin var stofnuð fyrir Airwaves 2013 og hana skipa þau Tinna Katrín, Logi Marr, Mímir Nordquist, Hrafnkell Már og Leó Ingi. „Síðasta ár var frábært fyrir okkur í LOTV flokknum og við viljum byrja þetta ár á sömu nótum. Við spiluðum á ótal tónleikum síðasta ár og núna langar okkur að prófa staði sem við höfum ekki prófað áður. Þess vegna fannst okkur Café Haiti tilvalinn staður fyrir nýtt prógram. Nýtt efni og nýjar áherslur. Þetta er lítill og huggulegur staður og það er mikil nálægð við listamanninn þarna," segir Logi um tónleikana sem verða á morgun. Hann segir að þau í sveitinni hafi hrifist af Elínu, en Logi heyrði fyrst af henni fyrir skemmstu. „Ég heyrði af Elínu ekki fyrir svo löngu en hreifst af hennar stöffi. Tinna Katrín benti mér á hana áður en þetta Júró fjör byrjaði og við vorum sammála að þarna væri gott talent á ferð. Við höfðum bara samband við hana og buðum henni að opna fyrir okkur kvöldið og hún var heldur betur til í það. Mér finnst svo mikilvægt að við stöndum saman í þessu og hjálpum hvort öðru hér á þessum litla markaði. Hvet fólk allavega til þess að koma og hlusta."
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira