„Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 10:59 Morrissey mun ekki koma fram á tónleikum í Hörpu en tónleikahaldarar leita nú að öðrum stað fyrir breska tónlistarmanninn á höfuðborgarsvæðinu. Getty/GVA „Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar,“ segir Halldór Kvaran, hjá RR ehf., um ákvörðun breska tónlistarmannsins að spila ekki í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík vegna þess að þar er boðið upp á kjöt. Það var Nútíminn sem greindi fyrstur frá þessu máli hér á landi í gærkvöldi en þar er vitnað í yfirlýsingu frá tónlistarmanninum sem birtist á vef aðdáenda hans sem nefnist True to You. Halldór Kvaran hafði staðið í samningaviðræðum við Morrissey um tónleika í Hörpu en þær strönduðu á því samningsatriði að boðið er upp á kjöt í Hörpu. „Mér skilst að hann spili ekki á stöðum þar sem kjöt er selt og við getum náttúrlega ekki stjórnað því að hvað er á matseðlinum í Hörpu. Þannig að Harpan er dottin út sem möguleiki og við erum að kíkja eftir því hvort það sé einhver annar staður sem við getum notað. Það er ekki flóknara en það,“ segir Halldór. Morrissey er þekktur fyrir andstöðu sína gegn kjötáti en í fyrra sagðist hann ekki sjá mun á barnaníð og kjötáti þegar hann satt fyrir svörum á fyrrnefndri síðu aðdáenda hans True To You. „Þetta er eins og að segja að ég myndi ekki spila í einhverju húsi ef rafmagnið er fengið úr kjarnorku. Þannig að Harpan er ekki möguleiki í þessu tilfelli. Við erum að kíkja hvort við finnum eitthvað annað eða við gefum þetta frá okkur,“ segir Halldór hjá RR ehf. sem hefur staðið fyrir tónleikum hér á landi með hljómsveitum á borð við Metallica, Iron Maiden, Robbie Williams, Elton John, David Bowie og fleirum. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar,“ segir Halldór Kvaran, hjá RR ehf., um ákvörðun breska tónlistarmannsins að spila ekki í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík vegna þess að þar er boðið upp á kjöt. Það var Nútíminn sem greindi fyrstur frá þessu máli hér á landi í gærkvöldi en þar er vitnað í yfirlýsingu frá tónlistarmanninum sem birtist á vef aðdáenda hans sem nefnist True to You. Halldór Kvaran hafði staðið í samningaviðræðum við Morrissey um tónleika í Hörpu en þær strönduðu á því samningsatriði að boðið er upp á kjöt í Hörpu. „Mér skilst að hann spili ekki á stöðum þar sem kjöt er selt og við getum náttúrlega ekki stjórnað því að hvað er á matseðlinum í Hörpu. Þannig að Harpan er dottin út sem möguleiki og við erum að kíkja eftir því hvort það sé einhver annar staður sem við getum notað. Það er ekki flóknara en það,“ segir Halldór. Morrissey er þekktur fyrir andstöðu sína gegn kjötáti en í fyrra sagðist hann ekki sjá mun á barnaníð og kjötáti þegar hann satt fyrir svörum á fyrrnefndri síðu aðdáenda hans True To You. „Þetta er eins og að segja að ég myndi ekki spila í einhverju húsi ef rafmagnið er fengið úr kjarnorku. Þannig að Harpan er ekki möguleiki í þessu tilfelli. Við erum að kíkja hvort við finnum eitthvað annað eða við gefum þetta frá okkur,“ segir Halldór hjá RR ehf. sem hefur staðið fyrir tónleikum hér á landi með hljómsveitum á borð við Metallica, Iron Maiden, Robbie Williams, Elton John, David Bowie og fleirum.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira