Svartfellingurinn Žarko Marković, sem spilar með landsliði Katar, var í 2. sæti með 67 mörk, fjórum mörkum færri en Gajić. Þessi öfluga skytta skoraði 15 mörk úr vítaköstum en skotnýting hans var 52,8%.

Kúbumaðurinn Rafael Capote, sem leikur, líkt og Marković, með landsliði Katar, var í 5. sæti á markalistanum með 48 mörk, Spánverjinn Valero Rivera var í 6. sæti með 47 mörk og Makedóninn Kiril Lazarov vermdi 7. sætið en hann skoraði 45 mörk í sex leikjum, eða 7,5 mörk að meðaltali í leik.
Guðjón Valur Sigurðsson var efstur íslensku leikmannanna á markalistanum. Landsliðsfyrirliðinn skoraði 31 mark í sex leikjum og var í 25.-29. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins.

1. Dragan Gajić (SLóvenía) - 71 mark
2. Žarko Marković (Katar) - 67
3. Uwe Gensheimer (Þýskaland) - 54
4. Rodrigo Salinas (Chile) - 52
5. Rafael Capote (Katar) - 48
6. Valero Rivera (Spánn) - 47
7. Kiril Lazarov (Makedónía) - 45
8. Siarhei Rutenka (Hvíta-Rússland) - 43
9. Robert Weber (Austurríki) - 42
10. Ivan Čupić (Króatía) - 41
11. Mikkel Hansen (Danmörk) - 39
12. Federico Pizzaro (Argentína) - 37
13.-15. Patrick Groetzki (Þýskaland) - 36
13.-15. Michaël Guigou (Frakkland) - 36
13.-15. Michael Jurecki (Pólland) - 36