Blur tilkynnir fyrstu plötuna í tólf ár Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2015 14:58 Damon Albarn, söngvari Blur. Vísir/EPA Tólf ár eru síðan síðasta plata bresku sveitarinnar Blur kom út en nú er væntanlega ný plata frá Íslandsvinunum sem kemur út 27. apríl. Platan mun bera heitið The Magic Whip en sveitin tilkynnti í leiðinni að hún muni leika á tónleikum í Hyde Park í Lundúnum 20. júní næstkomandi. Sveitin kynnti þessi áform sín á blaðamannafundi á kínverskum veitingastað í Lundúnum en í dag er nýársdagur samkvæmt kínverska dagatalinu og er ár geitarinnar gengið í garð samkvæmt því. Í viðtali við breska tímaritið NME í fyrra sagði Damon Albarn, söngvari Blur, frá því að sveitin hefði hljóðritað 15 lög í Hong Kong en eitt af þeim lögum sem verða á plötunni ber heiti Pyongyang en Albarn segir það lýsa upplifun sinni þegar hann fór til Norður Kóreu.Svona mun umslag nýju plötunnar líta út.Lögin á plötunni eru eftirfarandi: Lonesome StreetNew World TowersGo OutIce Cream ManThought I Was A SpacemanI BroadcastMy Terracotta HeartThere Are Too Many Of UsGhost ShipOng OngMirrorball Blur gaf síðast út plötuna Think Tank árið 2003 en sveitin átti miklum vinsældum að fagna á tíunda áratug síðustu aldar og barðist við samlanda sína í Oasis um vinsældir. Böndin tvö voru þau allra vinsælustu á meðan Britpop-æðið stóð sem hæst en einhverjir muna kannski eftir þegar sveitirnar gáfu samtímis út smáskífur 12. ágúst árið 1995. Um var að ræða annars vegar Roll With It með Oasis og Country House með Blur. Breska tímaritið NME lýsti þessari útgáfu sem bardaga sveitana um þungavigtarbelti Britpoppsins. Blur vann þennan bardaga með því að selja 274 þúsund eintök en Oasis 216 þúsund eintök. Fór auk þess Country House í fyrsta sæti vinsældarlista en Roll With It í annað. Þó að Blur hafi unnið þennan bardaga þá átti Oasis eftir að fagna meiri velgegni í plötusölu í náinni framtíð. Oasis náði til að mynda miklum vinsældum í Bandaríkjunum með lögunum Wonderwall og Champagne Supernova og seldist önnur plata þeirra (What´s the Story) Morning Glory? í fjórum milljónum eintaka á Bretlandseyjum og þriðja mest selda plata Bretlands frá upphafi.Hér fyrir neðan má heyra eitt laganna af nýju plötunni, Go Out. Tónlist Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tólf ár eru síðan síðasta plata bresku sveitarinnar Blur kom út en nú er væntanlega ný plata frá Íslandsvinunum sem kemur út 27. apríl. Platan mun bera heitið The Magic Whip en sveitin tilkynnti í leiðinni að hún muni leika á tónleikum í Hyde Park í Lundúnum 20. júní næstkomandi. Sveitin kynnti þessi áform sín á blaðamannafundi á kínverskum veitingastað í Lundúnum en í dag er nýársdagur samkvæmt kínverska dagatalinu og er ár geitarinnar gengið í garð samkvæmt því. Í viðtali við breska tímaritið NME í fyrra sagði Damon Albarn, söngvari Blur, frá því að sveitin hefði hljóðritað 15 lög í Hong Kong en eitt af þeim lögum sem verða á plötunni ber heiti Pyongyang en Albarn segir það lýsa upplifun sinni þegar hann fór til Norður Kóreu.Svona mun umslag nýju plötunnar líta út.Lögin á plötunni eru eftirfarandi: Lonesome StreetNew World TowersGo OutIce Cream ManThought I Was A SpacemanI BroadcastMy Terracotta HeartThere Are Too Many Of UsGhost ShipOng OngMirrorball Blur gaf síðast út plötuna Think Tank árið 2003 en sveitin átti miklum vinsældum að fagna á tíunda áratug síðustu aldar og barðist við samlanda sína í Oasis um vinsældir. Böndin tvö voru þau allra vinsælustu á meðan Britpop-æðið stóð sem hæst en einhverjir muna kannski eftir þegar sveitirnar gáfu samtímis út smáskífur 12. ágúst árið 1995. Um var að ræða annars vegar Roll With It með Oasis og Country House með Blur. Breska tímaritið NME lýsti þessari útgáfu sem bardaga sveitana um þungavigtarbelti Britpoppsins. Blur vann þennan bardaga með því að selja 274 þúsund eintök en Oasis 216 þúsund eintök. Fór auk þess Country House í fyrsta sæti vinsældarlista en Roll With It í annað. Þó að Blur hafi unnið þennan bardaga þá átti Oasis eftir að fagna meiri velgegni í plötusölu í náinni framtíð. Oasis náði til að mynda miklum vinsældum í Bandaríkjunum með lögunum Wonderwall og Champagne Supernova og seldist önnur plata þeirra (What´s the Story) Morning Glory? í fjórum milljónum eintaka á Bretlandseyjum og þriðja mest selda plata Bretlands frá upphafi.Hér fyrir neðan má heyra eitt laganna af nýju plötunni, Go Out.
Tónlist Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira