Núna er tíminn til að hnýta Karl Lúðvíksson skrifar 17. febrúar 2015 13:43 Glæsileg Caddis púpu eftirlíking hjá Sigurði Kristjánssyni Veiðimenn geta ekki annað en talið niður dagana þangasð til veiðin hefst á ný en alltaf fleiri og fleiri finna þó ró í að hnýta flugur fyrir sumarið. Veiðiverslanirnar bjóða flestar ef ekki allar uppá gott úval hnýtingarefna og þeirra tækja sem þarf til að hnýta sínar eigin flugur. Það er ólík tilfinning að veiða fisk á flugu sem maður hefur sjálfur hnýtt á móti þeirri sem er keypt og sú tilfinning eða lýsing á henni verður líklega seint gerð það góð skil að leikmaðurinn átti sig á því hvernig þetta er. Það er ekki fyrr en þú hefur prófað það þegar þú skilur nákvæmlega hvað átt er við. Fluguhnýtingar eru listgrein út af fyrir sig og það er magnað að sjá hvað margir hnýtarar eru komnir með meistaratakta og flugurnar eftir þá einhverjar þær veiðnustu sem hafa sést. Ég datt niður á eina mynd á Fésbók í dag og varð eiginlega orðlaus. Flugan er svo flott og nákvæm eftirlíking af Caddis lirfunni sem silungur þessa lands gæðir sér á í ám og vötnum landsins og þar af leiðandi veiðin fluga. Flugan Peacock er sú eftirmynd af Caddis sem flestir þekkja en þessi fluga á myndinni er ekki samanburðarhæf við Peacock. Það væri eins og að bera saman 86' Volvo og 911 Porche og þá er flugan á myndinni auðvitað Porchinn í þessu sambandi. Það er Sigurður Kristjánsson sem hnýtti þessa glæsilegu flugu. Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði
Veiðimenn geta ekki annað en talið niður dagana þangasð til veiðin hefst á ný en alltaf fleiri og fleiri finna þó ró í að hnýta flugur fyrir sumarið. Veiðiverslanirnar bjóða flestar ef ekki allar uppá gott úval hnýtingarefna og þeirra tækja sem þarf til að hnýta sínar eigin flugur. Það er ólík tilfinning að veiða fisk á flugu sem maður hefur sjálfur hnýtt á móti þeirri sem er keypt og sú tilfinning eða lýsing á henni verður líklega seint gerð það góð skil að leikmaðurinn átti sig á því hvernig þetta er. Það er ekki fyrr en þú hefur prófað það þegar þú skilur nákvæmlega hvað átt er við. Fluguhnýtingar eru listgrein út af fyrir sig og það er magnað að sjá hvað margir hnýtarar eru komnir með meistaratakta og flugurnar eftir þá einhverjar þær veiðnustu sem hafa sést. Ég datt niður á eina mynd á Fésbók í dag og varð eiginlega orðlaus. Flugan er svo flott og nákvæm eftirlíking af Caddis lirfunni sem silungur þessa lands gæðir sér á í ám og vötnum landsins og þar af leiðandi veiðin fluga. Flugan Peacock er sú eftirmynd af Caddis sem flestir þekkja en þessi fluga á myndinni er ekki samanburðarhæf við Peacock. Það væri eins og að bera saman 86' Volvo og 911 Porche og þá er flugan á myndinni auðvitað Porchinn í þessu sambandi. Það er Sigurður Kristjánsson sem hnýtti þessa glæsilegu flugu.
Stangveiði Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði