Davis Love III verður næsti liðsstjóri Bandaríkjanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 17:30 Davis Love III var vinsæll liðsstjóri 2012. vísir/getty Davis Love III verður næsti liðsstjóri bandaríska Ryder-liðsins í golfi, samkvæmt heimildum Golf Channel. Frá þessu greinir ESPN. Love III var liðsstjóri bandaríska liðsins á Medinah-vellinum árið 2012 þegar Evrópa vann ævintýralegan sigur eftir að vera 10-6 undir fyrir lokadaginn. Hann verður annar maðurinn í röð sem stýrir liðinu í annað sinn á ferlinum, en Tom Watson var liðsstjóri bandaríska liðsins sem tapaði fyrir Evrópu í Skotlandi á síðasta ári. Love III var í ellefu manna nefnd sem skipuð var eftir tapið gegn Evrópu 2012. Hún átti að finna nýjar leiðir til þess að velja liðsstjóra, aðstoðarmenn þeirra og hvernig liðið á að spila. Fred Couples er sagður hafa komið til greina þar sem Bandaríkin hafa unnið Forsetabikarinn í þrígang undir hans stjórn, og þá voru Steve Stricker og Paul Azinger einnig nefndir til sögunnar. Bandaríkin unnu síðar árið 2008 undir stjórn Azinger. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Davis Love III verður næsti liðsstjóri bandaríska Ryder-liðsins í golfi, samkvæmt heimildum Golf Channel. Frá þessu greinir ESPN. Love III var liðsstjóri bandaríska liðsins á Medinah-vellinum árið 2012 þegar Evrópa vann ævintýralegan sigur eftir að vera 10-6 undir fyrir lokadaginn. Hann verður annar maðurinn í röð sem stýrir liðinu í annað sinn á ferlinum, en Tom Watson var liðsstjóri bandaríska liðsins sem tapaði fyrir Evrópu í Skotlandi á síðasta ári. Love III var í ellefu manna nefnd sem skipuð var eftir tapið gegn Evrópu 2012. Hún átti að finna nýjar leiðir til þess að velja liðsstjóra, aðstoðarmenn þeirra og hvernig liðið á að spila. Fred Couples er sagður hafa komið til greina þar sem Bandaríkin hafa unnið Forsetabikarinn í þrígang undir hans stjórn, og þá voru Steve Stricker og Paul Azinger einnig nefndir til sögunnar. Bandaríkin unnu síðar árið 2008 undir stjórn Azinger.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira