Fórnarlamb „swatting“ brast í grát Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2015 15:00 John Peters var ekki ánægður með að lögreglumenn voru plataðir til að gera árás á heimili fjölskyldu hans. Vísir/Getty Vopnaðir lögreglumenn gerðu árás á heimili manns í Bandaríkjunum sem er þekktur fyrir að spila leikinn Runescape og birta myndbönd af því á Youtube. Einhver hafði sigað lögreglunni á hann en sambærileg atvik hafa færst í aukana á síðustu árum. Athæfið er kallað „Swatting“ þar sem sérsveit lögreglunnar er skipað að fara á heimili viðkomandi einstaklings eftir að þeim berst tilkynning um að sá haldi gíslum eða sé vopnaður. Samkvæmt vef Polygon liggur hvorki fyrir hver sigaði lögreglunni á Johua Peters eða af hverju. „Mér er skítsama hvað þú hefur á móti mér á internetinu,“ segir Peters í myndbandi sem hann birti á Youtube eftir atvikið. „Ekki blanda fjölskyldu minni inn í það á nokkurn hátt. Þau eiga það ekki skilið.“Enn sem komið er hefur enginn slasast vegna þessara gabba. Þrátt fyrir það hefur þetta haft mikil áhrif á þá sem verða fyrir því. Þeir sem hringja slík símtöl í Bandaríkjunum geta átt yfir höfði sér háa sekt og allt að fimm ára fangelsi. Hér að neðan má sjá nokkur slík atvik, sem jafnvel voru í beinni útsendingu á Youtube. Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Vopnaðir lögreglumenn gerðu árás á heimili manns í Bandaríkjunum sem er þekktur fyrir að spila leikinn Runescape og birta myndbönd af því á Youtube. Einhver hafði sigað lögreglunni á hann en sambærileg atvik hafa færst í aukana á síðustu árum. Athæfið er kallað „Swatting“ þar sem sérsveit lögreglunnar er skipað að fara á heimili viðkomandi einstaklings eftir að þeim berst tilkynning um að sá haldi gíslum eða sé vopnaður. Samkvæmt vef Polygon liggur hvorki fyrir hver sigaði lögreglunni á Johua Peters eða af hverju. „Mér er skítsama hvað þú hefur á móti mér á internetinu,“ segir Peters í myndbandi sem hann birti á Youtube eftir atvikið. „Ekki blanda fjölskyldu minni inn í það á nokkurn hátt. Þau eiga það ekki skilið.“Enn sem komið er hefur enginn slasast vegna þessara gabba. Þrátt fyrir það hefur þetta haft mikil áhrif á þá sem verða fyrir því. Þeir sem hringja slík símtöl í Bandaríkjunum geta átt yfir höfði sér háa sekt og allt að fimm ára fangelsi. Hér að neðan má sjá nokkur slík atvik, sem jafnvel voru í beinni útsendingu á Youtube.
Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira