Íslendingaliðið FC Nordsjælland tapaði sínum öðrum leik í röð í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið beið lægri hlut fyrir Hobro á útivelli, 1-0.
Anders Egholm skoraði eina mark leiksins eftir tveggja mínútna leik.
Guðjón Baldvinsson spilaði allan leikinn fyrir Nordsjælland, en Guðmundi Þórarinssyni var skipt af velli fjórum mínútum fyrir leikslok.
Ólafur Kristjánsson þjálfar eins og kunnugt er Nordsjælland sem er í sjöunda sæti deildarinnar, en Hobro er í því áttunda.

