Enski boltinn

Einar Daði fer á EM í Prag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Anton
Einar Daði Lárusson verður meðal þátttakenda á EM í frjálsum íþróttum í næsta mánuði en hann mun þar keppa í sjöþraut.

Frjálsíþróttasambandi Íslands barst í morgun staðfesting á að Einar Daði væri einn af þeim fimmtán sem boðið væri þáttaka á mótinu.

Einar Daði náði frábærri þraut á dögunum sem fleytti honum í tíunda sæti heimslistans í sjöþraut. Hann náði þá 5859 stigum sem er hans besti árangur í greininni.

Eftir því sem fleiri hafa freistað þess að komast á mótið í Prag hefur Einar Daði færst niður í 14. sæti Evrópulistans og dugði það til að fá boð að þessu sinni.

Alls hafa sex íslenskir keppendur unnið sér inn þátttökurétt á mótinu. Auk Einars Daða eru það Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir (60 m), Aníta Hinriksdóttir (800 m), Hafdís Sigurðardóttir (langstökk), Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson (báðir 400 m).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×