Einar Daði Lárusson verður meðal þátttakenda á EM í frjálsum íþróttum í næsta mánuði en hann mun þar keppa í sjöþraut.
Frjálsíþróttasambandi Íslands barst í morgun staðfesting á að Einar Daði væri einn af þeim fimmtán sem boðið væri þáttaka á mótinu.
Einar Daði náði frábærri þraut á dögunum sem fleytti honum í tíunda sæti heimslistans í sjöþraut. Hann náði þá 5859 stigum sem er hans besti árangur í greininni.
Eftir því sem fleiri hafa freistað þess að komast á mótið í Prag hefur Einar Daði færst niður í 14. sæti Evrópulistans og dugði það til að fá boð að þessu sinni.
Alls hafa sex íslenskir keppendur unnið sér inn þátttökurétt á mótinu. Auk Einars Daða eru það Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir (60 m), Aníta Hinriksdóttir (800 m), Hafdís Sigurðardóttir (langstökk), Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson (báðir 400 m).
Einar Daði fer á EM í Prag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn