Stjórnendakrísa hjá Sinfó 22. febrúar 2015 16:31 Sigrún Eðvaldsdóttir er fiðluleikari á heimsmælikvarða og konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Vísr/Vilhelm Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð landsmönnum til hádegistónleika í Hörpu á föstudaginn þar sem önnur sinfónía Beethoven var á dagskrá. Sinfónían var einnig flutt á fimmtudagskvöldið undir vaskri stjórn Santtu-Matias Rouvali. Misskilningur er talinn hafa valdið því að Finninn átti bókaði flug frá Íslandi svo snemma daginn eftir að útlit var fyrir að hljómsveitin yrði stjórnandalaus á tónleikunum á föstudaginn. Bernharður Wilkinsson og Daníel Bjarnason, sem reglulega stjórna hljómsveitinni, voru hvorugir til taks að hlaupa í skarðið. Góð ráð dýr enda stutt í tónleika. Var meðal annars þeirri hugmynd velt fyrir sér hvort konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir gæti ekki tekið hlutverkið að sér úr sæti sínu. Sett sveitina af stað sem myndi svo spila tónverkið stjórnandalaust.Guðmundur Óli GunnarssonTil að gera langa sögu stutta var enn ekki komin lausn á því að morgni föstudags hvernig tónleikunum yrði stjórnað. Um klukkustund fyrir tónleika fékk svo einhver þá hugdettu að Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi hjá Íslensku óperunni, væri mögulega í Hörpu þennan dag. Svo vel vildi til að Guðmundur Óli var á svæðinu og ekki nóg með það. Hann hafði stjórnað Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fyrir skömmu við flutning sama tónverks og þekkti það því vel. „Það er sjaldgæft að maður fái Beethoven í hádeginu,“ segir Guðmundur Óli léttur í samtali við Vísi. Hann hafi fengið símtalið klukkustund fyrir tónleika, stjórnað hljómsveitinni í gegnum rennsli á verkinu. Þegar landsmenn og aðrir gestir mættu á svæðið í Hörpu rétt fyrir tólf var Guðmundur Óli því kominn með sprotann í hönd eins og ekkert annað hefði staðið til. Sigrún mundaði fiðlubogann af sinni alkunnu snilld og úr urðu, að sögn nærstaddra, ljómandi vel heppnaðir hádegistónleikar. „Aðdragandinn var mjög óvenjulegur en þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Guðmundur Óli. Framundan hjá hljómsveitinni í vikunni eru tónleikar með Eivöru Pálsdóttur eins og lesa má um nánar hér að neðan.Post by Sinfóníuhljómsveit Íslands. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð landsmönnum til hádegistónleika í Hörpu á föstudaginn þar sem önnur sinfónía Beethoven var á dagskrá. Sinfónían var einnig flutt á fimmtudagskvöldið undir vaskri stjórn Santtu-Matias Rouvali. Misskilningur er talinn hafa valdið því að Finninn átti bókaði flug frá Íslandi svo snemma daginn eftir að útlit var fyrir að hljómsveitin yrði stjórnandalaus á tónleikunum á föstudaginn. Bernharður Wilkinsson og Daníel Bjarnason, sem reglulega stjórna hljómsveitinni, voru hvorugir til taks að hlaupa í skarðið. Góð ráð dýr enda stutt í tónleika. Var meðal annars þeirri hugmynd velt fyrir sér hvort konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir gæti ekki tekið hlutverkið að sér úr sæti sínu. Sett sveitina af stað sem myndi svo spila tónverkið stjórnandalaust.Guðmundur Óli GunnarssonTil að gera langa sögu stutta var enn ekki komin lausn á því að morgni föstudags hvernig tónleikunum yrði stjórnað. Um klukkustund fyrir tónleika fékk svo einhver þá hugdettu að Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi hjá Íslensku óperunni, væri mögulega í Hörpu þennan dag. Svo vel vildi til að Guðmundur Óli var á svæðinu og ekki nóg með það. Hann hafði stjórnað Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fyrir skömmu við flutning sama tónverks og þekkti það því vel. „Það er sjaldgæft að maður fái Beethoven í hádeginu,“ segir Guðmundur Óli léttur í samtali við Vísi. Hann hafi fengið símtalið klukkustund fyrir tónleika, stjórnað hljómsveitinni í gegnum rennsli á verkinu. Þegar landsmenn og aðrir gestir mættu á svæðið í Hörpu rétt fyrir tólf var Guðmundur Óli því kominn með sprotann í hönd eins og ekkert annað hefði staðið til. Sigrún mundaði fiðlubogann af sinni alkunnu snilld og úr urðu, að sögn nærstaddra, ljómandi vel heppnaðir hádegistónleikar. „Aðdragandinn var mjög óvenjulegur en þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Guðmundur Óli. Framundan hjá hljómsveitinni í vikunni eru tónleikar með Eivöru Pálsdóttur eins og lesa má um nánar hér að neðan.Post by Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira