Veiðistaðir sem detta inn og út Karl Lúðvíksson skrifar 9. mars 2015 13:20 Fallegur afli í júlíbyrjun á "nýjum" stað í Ytri Rangá í fyrrasumar Mynd: KL Ytri Rangá hefur síðustu ár laðað til sín mikinn fjölda innlendra og erlendra veiðimanna enda ekki skrítið þegar áin er ár eftir ár ein af þeim aflahæstu á landinu. Eitt er það þó sem er vangavelta hvers árs í ánni en það er hvaða veiðistaðir verða inni og úti það árið. Þetta á ekki við um alla staðina en nokkrir staðir eru það þó sem sum árin geta gefið fleiri hundruð laxa og svo allt í einu lítið sem ekkert. Það sem hefur þessi áhrif á veiðistaðina er mikill framburður í ánni sem breytir straum og dýpt þessara staða og þar af leiðandi hefur það áhrif á það hvort staðurinn haldi laxi vel eða ekki. Gunnugilsbreiða er einn af þessum stöðum. Fyrir 5-6 árum stoppaði alltaf mikið af laxi þarna og á 30-40 metra kafla mátti heita að væri einn samfelldur tökustaður. Þá var smá grynning 1-2 metra frá landi og þar kom svo smá kantur sem laxinn lá gjarnann við. En breyting á sandhryggjum í ánni hraðaði straum á þessum stað og við það vill laxinn ekki una og hætti að mestu að liggja þarna en færði sig um set og niður á næsta stað fyrir neðan. Hrafnatóftir koma næstar fyrir neðan Gunnugilsbreiðu og þarna er lax farinn að taka vel agn veiðimann. Frá sleppitjörn er smá malarkantur og að sögn leiðsögumanna bar það bestann árangur að byrja þar sem malarkanturinn hættir og veiða þaðan niður það sem sýnist vera smá vík í sandfjöruna og menn voru að setja í laxa alveg þar sem hún endar. Neðra Horn var einn af þessum stöðum sem hélt mikið af laxi. Stundum sáust torfur safnast þarna fyrir og veiðin gat verið rosalega góð á þessum stað. Straumstrengur lá meðfram grjótunum og þar sem grjótin enda var smá hylur. Þar sem hann grynnkaði lá laxinn og oft bara á 50 sm djúpu vatni. Í fyrra var þessi malargrynning eiginlega horfin og með miklum breytingum á botinum hefur straumurinn aukist þar sem sá straumur sem rann við Bleikjubreiðu virðist vera kominn að vesturbakkanum í meiri mæli. Of mikill straumþungi ýtti laxinum annað og líklega fór laxinn frekar í breiðuna neðan við Klöpp eða hreinlega upp í Ægissíðufoss. En svo má auðvitað ekki gleyma því að mikill meirihluta veiðistaða í Ytri Rangá heldur sínu og breytist lítið milli ára en undirritaður hefur þó gífurlega gaman af því að finna þessar nýju staði og þá ég tali ekki um snemma á tímabilinu því þá rambar maður oft fram á einhvern nýjann stað og lendir í einhverju lotteríi sem verður að augnablikum sem maður aldrei gleymir. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Ytri Rangá hefur síðustu ár laðað til sín mikinn fjölda innlendra og erlendra veiðimanna enda ekki skrítið þegar áin er ár eftir ár ein af þeim aflahæstu á landinu. Eitt er það þó sem er vangavelta hvers árs í ánni en það er hvaða veiðistaðir verða inni og úti það árið. Þetta á ekki við um alla staðina en nokkrir staðir eru það þó sem sum árin geta gefið fleiri hundruð laxa og svo allt í einu lítið sem ekkert. Það sem hefur þessi áhrif á veiðistaðina er mikill framburður í ánni sem breytir straum og dýpt þessara staða og þar af leiðandi hefur það áhrif á það hvort staðurinn haldi laxi vel eða ekki. Gunnugilsbreiða er einn af þessum stöðum. Fyrir 5-6 árum stoppaði alltaf mikið af laxi þarna og á 30-40 metra kafla mátti heita að væri einn samfelldur tökustaður. Þá var smá grynning 1-2 metra frá landi og þar kom svo smá kantur sem laxinn lá gjarnann við. En breyting á sandhryggjum í ánni hraðaði straum á þessum stað og við það vill laxinn ekki una og hætti að mestu að liggja þarna en færði sig um set og niður á næsta stað fyrir neðan. Hrafnatóftir koma næstar fyrir neðan Gunnugilsbreiðu og þarna er lax farinn að taka vel agn veiðimann. Frá sleppitjörn er smá malarkantur og að sögn leiðsögumanna bar það bestann árangur að byrja þar sem malarkanturinn hættir og veiða þaðan niður það sem sýnist vera smá vík í sandfjöruna og menn voru að setja í laxa alveg þar sem hún endar. Neðra Horn var einn af þessum stöðum sem hélt mikið af laxi. Stundum sáust torfur safnast þarna fyrir og veiðin gat verið rosalega góð á þessum stað. Straumstrengur lá meðfram grjótunum og þar sem grjótin enda var smá hylur. Þar sem hann grynnkaði lá laxinn og oft bara á 50 sm djúpu vatni. Í fyrra var þessi malargrynning eiginlega horfin og með miklum breytingum á botinum hefur straumurinn aukist þar sem sá straumur sem rann við Bleikjubreiðu virðist vera kominn að vesturbakkanum í meiri mæli. Of mikill straumþungi ýtti laxinum annað og líklega fór laxinn frekar í breiðuna neðan við Klöpp eða hreinlega upp í Ægissíðufoss. En svo má auðvitað ekki gleyma því að mikill meirihluta veiðistaða í Ytri Rangá heldur sínu og breytist lítið milli ára en undirritaður hefur þó gífurlega gaman af því að finna þessar nýju staði og þá ég tali ekki um snemma á tímabilinu því þá rambar maður oft fram á einhvern nýjann stað og lendir í einhverju lotteríi sem verður að augnablikum sem maður aldrei gleymir.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði