Enn er deilt um Blurred Lines: Pharrell neitar að hafa stolið af Gaye Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2015 14:25 Niðurstaðan er sú að Pharrell á mest í Blurred Lines en ekki hefur verið kveðið upp hvort hann hafi stolið frá Marvin Gaye. Vísir/Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Pharrell Williams neitaði því í dómsal að hafa stolið lagi bandaríska tónlistarmannsins Marvin Gaye, Got to Give it Up sem kom út árið 1977, þegar hann samdi lagið Blurred Lines sem naut mikilla vinsælda árið 2013. Fjölskylda Marvins Gaye stefndi höfundum Blurred Lines, þeim Pharrell Williams, Robin Thicke og rapparanum TI, fyrir lagastuld vegna líkinda á milli laganna tveggja. Pharrell neitaði að hafa stolið frá Gaye þegar hann var yfirheyrður í réttarsal í dag en gekkst við því að hafa reynt að ná anda áttunda áratugarins þegar hann kom að því að semja Blurred Lines. „Það síðasta sem maður vill gera sem höfundur er að taka frá einhverjum sem þú elskar. Ég ber mikla virðingu fyrir tónlist hans, meira en orð fá lýst,“ sagði Pharrell um Marvin Gaye.Pharrell segist dýrka tónlist Marvin Gaye meira en orð fá lýst og neitar því að hafa stolið frá honum þegar hann samdi Blurred Lines.Vísir/GettyTveir milljarðar í tekjur Lögmenn fjölskyldu Gayes fengu leyfi til að bera saman bassalínurnar úr lögunum tveimur og gekkst Pharrell við því að þær væru líkar en benti á að tónhæð nokkurra nóta hefði verið breytt til að sýna fram á líkindi. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir Robin Thicke hafa staðið upp og yfirgefið dómsalinn þegar Pharrell lét þessi orð falla. Báðir hafa Pharrell og Thicke viðurkennt í réttarsal að Pharrell var sá sem átti mestan þátt í að semja Blurred Lines, tekjurnar af laginu nema sextán milljónum dala, sem sam svarar rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna, og þénuðu Pharrell og Thicke rúmar fimm milljónir dala hvor á laginu. Pharrell sagðist hafa varið þremur dögum í Glenwood Place-hjóðverinu í Burbank í júní árið 2012 áður en hann fékk hugmyndina að Blurred Lines. „Ég byrjaði á trommunum,“ sagði Pharrell og bætti við að hann hefði haft til hliðsjónar verkefni sem hann hafði unnið fyrir Miley Cyrus og Earl Sweatshirt.Robin Thicke segist hafa verið í mikilli neyslu áfengis og verkjalyfja þegar Blurred Lines var samið árið 2012.Vísir/Getty„Grúvið“ ræður framhaldinu „Ég hafði gert svona kántrískotna tónlist með Miley. Ég blandaði henni við þetta grúv. Þegar þú ert kominn með grúvið þá leyfir þú því að ákveða hvað kemur næst,“ sagði Pharrell. Hann sagðist hafa klárað að taka upp hljóðfærin á um það bil klukkustund. Hann og Thicke hittust í kjölfarið og hófust strax handa við að hljóðrita sönginn. Thicke viðurkenndi í síðustu viku að hann hefði ekki átt mikinn þátt í því að semja lagið. Í fyrra lét hann hafa eftir sér að hann hefði verið undir áhrifum verkjalyfja og áfengis þegar lagið var hljóðritað og sagðist hafa beðið um meiri viðurkenningu fyrir lagið en hann átti í raun og veru skilið. Hér má heyra samanburð á lögunum tveimur. Tónlist Tengdar fréttir Réttarhöld vegna Blurred Lines Robin Thicke og Pharrell Williams eru sakaðir um að hafa stolið laglínum úr laginu Got to Give It Up með Marvin Gaye. 31. október 2014 12:22 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Pharrell Williams neitaði því í dómsal að hafa stolið lagi bandaríska tónlistarmannsins Marvin Gaye, Got to Give it Up sem kom út árið 1977, þegar hann samdi lagið Blurred Lines sem naut mikilla vinsælda árið 2013. Fjölskylda Marvins Gaye stefndi höfundum Blurred Lines, þeim Pharrell Williams, Robin Thicke og rapparanum TI, fyrir lagastuld vegna líkinda á milli laganna tveggja. Pharrell neitaði að hafa stolið frá Gaye þegar hann var yfirheyrður í réttarsal í dag en gekkst við því að hafa reynt að ná anda áttunda áratugarins þegar hann kom að því að semja Blurred Lines. „Það síðasta sem maður vill gera sem höfundur er að taka frá einhverjum sem þú elskar. Ég ber mikla virðingu fyrir tónlist hans, meira en orð fá lýst,“ sagði Pharrell um Marvin Gaye.Pharrell segist dýrka tónlist Marvin Gaye meira en orð fá lýst og neitar því að hafa stolið frá honum þegar hann samdi Blurred Lines.Vísir/GettyTveir milljarðar í tekjur Lögmenn fjölskyldu Gayes fengu leyfi til að bera saman bassalínurnar úr lögunum tveimur og gekkst Pharrell við því að þær væru líkar en benti á að tónhæð nokkurra nóta hefði verið breytt til að sýna fram á líkindi. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir Robin Thicke hafa staðið upp og yfirgefið dómsalinn þegar Pharrell lét þessi orð falla. Báðir hafa Pharrell og Thicke viðurkennt í réttarsal að Pharrell var sá sem átti mestan þátt í að semja Blurred Lines, tekjurnar af laginu nema sextán milljónum dala, sem sam svarar rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna, og þénuðu Pharrell og Thicke rúmar fimm milljónir dala hvor á laginu. Pharrell sagðist hafa varið þremur dögum í Glenwood Place-hjóðverinu í Burbank í júní árið 2012 áður en hann fékk hugmyndina að Blurred Lines. „Ég byrjaði á trommunum,“ sagði Pharrell og bætti við að hann hefði haft til hliðsjónar verkefni sem hann hafði unnið fyrir Miley Cyrus og Earl Sweatshirt.Robin Thicke segist hafa verið í mikilli neyslu áfengis og verkjalyfja þegar Blurred Lines var samið árið 2012.Vísir/Getty„Grúvið“ ræður framhaldinu „Ég hafði gert svona kántrískotna tónlist með Miley. Ég blandaði henni við þetta grúv. Þegar þú ert kominn með grúvið þá leyfir þú því að ákveða hvað kemur næst,“ sagði Pharrell. Hann sagðist hafa klárað að taka upp hljóðfærin á um það bil klukkustund. Hann og Thicke hittust í kjölfarið og hófust strax handa við að hljóðrita sönginn. Thicke viðurkenndi í síðustu viku að hann hefði ekki átt mikinn þátt í því að semja lagið. Í fyrra lét hann hafa eftir sér að hann hefði verið undir áhrifum verkjalyfja og áfengis þegar lagið var hljóðritað og sagðist hafa beðið um meiri viðurkenningu fyrir lagið en hann átti í raun og veru skilið. Hér má heyra samanburð á lögunum tveimur.
Tónlist Tengdar fréttir Réttarhöld vegna Blurred Lines Robin Thicke og Pharrell Williams eru sakaðir um að hafa stolið laglínum úr laginu Got to Give It Up með Marvin Gaye. 31. október 2014 12:22 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Réttarhöld vegna Blurred Lines Robin Thicke og Pharrell Williams eru sakaðir um að hafa stolið laglínum úr laginu Got to Give It Up með Marvin Gaye. 31. október 2014 12:22