Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Karl Lúðvíksson skrifar 4. mars 2015 09:16 Fluguhnýtingar eru mikil list. Hér er flugan Baron. Veiðiblaðið góðkunna Veiðimaðurinn er 75 ára í dag en blaðið hefur öll þessi ár frætt og skemmt veiðimönnum á öllum aldri. Í tilefni af afmælinu verður haldin meðal annars hnýtingarkeppni og er því fagnað því það er alltaf gaman að sjá hvernig flugur bestu hnýtarar landsins leggja inn í svona keppni en það er orðið langt siðan keppt var í hnýtingum, í það minnsta með keppni af þessari stærðargráðu. Hér er tilkynning frá blaðinu: „Veiðimaðurinn fagnar 75 ára afmæli á árinu og er í hátíðarskapi. Af því tilefni efnir blaðið til fluguhnýtingarkeppni og keppni um bestu veiðisöguna. Fyrsta blað Veiðimannsins kom út árið 1940 en í vor kemur út tölublað nr. 200 af þessu rótgróna málgagni stangveiðimanna – tímariti SVFR. Bestu flugurnar og veiðisögurnar munu prýða blaðið en vegleg verðlaun eru í boði. Að auki verður skilvís SVFR-félagi sem hefur greitt veiðileyfin sín fyrir sumarið 2015 dreginn út í afmælishappdrætti Veiðimannsins. SVFR hvetur félagsmenn til að taka þátt og senda félaginu stórbrotnar veiðisögur og veiðnar flugur – það er ekki eftir neinu að bíða! Frestur til að skila inn flugum og sögum er til föstudagsins 30. mars en reglur keppninnar eru eftirfarandi: Hnýtingarkeppni Veiðimannsins 2015Keppt er í tveimur flokkum:- Silungafluga Veiðimannsins 2015 – hnýtt á krók númer 12 eða 14.- Laxafluga Veiðimannsins 2015 – hnýtt á krók nr. 10 eða 12 Verðlaun í hvorum flokki er veiðileyfi hjá SVFR að verðmæti 75.000 krónur.Flugunum skal skilað til skrifstofu SVFR undir dulnefni, tveimur eintökum af hvorri flugu, ásamt upplýsingum um hvernig flugurnar urðu til. Einnig skal skila inn umslagi merktu dulnefninu þar sem kemur fram nafn, sími og netfang hnýtara. *Skilyrði er að flugur hafi ekki verið í almennri sölu. Rétt er að taka fram að í silungaflokki koma þurrflugur, púpur og straumflugur til greina.Veiðisögukeppni Veiðimannsins 2015Sögurnar skulu að hámarki vera 1000 orð, sögusviðið skal vera frá ársvæðum SVFR og skal þeim fylgja mynd ef kostur er. Fyrir bestu söguna fær höfundur veiðileyfi hjá SVFR að andvirði 75 þúsund krónur. Úrslit verða kynnt á vorhátíð SVFR í maí en dagsetning hennar og dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. Áskrifendur Veiðimannsins fá svo að njóta bestu flugnanna og veiðisagnanna í 75 ára afmælisblaði Veiðimannsins.Afmælishappdrætti VeiðimannsinsEins og fyrr segir mun skilvís félagsmaður SVFR njóta þess að hafa greitt veiðileyfin sín á réttum tíma, en allir þeir sem greitt hafa upp veiðileyfin sín fyrir sumarið taka þátt án endurgjalds í Afmælishappdrætti Veiðimannsins. Sá heppni hlýtur veiðileyfi að eigin vali að andvirði 75 þúsund krónur.“ Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Veiðiblaðið góðkunna Veiðimaðurinn er 75 ára í dag en blaðið hefur öll þessi ár frætt og skemmt veiðimönnum á öllum aldri. Í tilefni af afmælinu verður haldin meðal annars hnýtingarkeppni og er því fagnað því það er alltaf gaman að sjá hvernig flugur bestu hnýtarar landsins leggja inn í svona keppni en það er orðið langt siðan keppt var í hnýtingum, í það minnsta með keppni af þessari stærðargráðu. Hér er tilkynning frá blaðinu: „Veiðimaðurinn fagnar 75 ára afmæli á árinu og er í hátíðarskapi. Af því tilefni efnir blaðið til fluguhnýtingarkeppni og keppni um bestu veiðisöguna. Fyrsta blað Veiðimannsins kom út árið 1940 en í vor kemur út tölublað nr. 200 af þessu rótgróna málgagni stangveiðimanna – tímariti SVFR. Bestu flugurnar og veiðisögurnar munu prýða blaðið en vegleg verðlaun eru í boði. Að auki verður skilvís SVFR-félagi sem hefur greitt veiðileyfin sín fyrir sumarið 2015 dreginn út í afmælishappdrætti Veiðimannsins. SVFR hvetur félagsmenn til að taka þátt og senda félaginu stórbrotnar veiðisögur og veiðnar flugur – það er ekki eftir neinu að bíða! Frestur til að skila inn flugum og sögum er til föstudagsins 30. mars en reglur keppninnar eru eftirfarandi: Hnýtingarkeppni Veiðimannsins 2015Keppt er í tveimur flokkum:- Silungafluga Veiðimannsins 2015 – hnýtt á krók númer 12 eða 14.- Laxafluga Veiðimannsins 2015 – hnýtt á krók nr. 10 eða 12 Verðlaun í hvorum flokki er veiðileyfi hjá SVFR að verðmæti 75.000 krónur.Flugunum skal skilað til skrifstofu SVFR undir dulnefni, tveimur eintökum af hvorri flugu, ásamt upplýsingum um hvernig flugurnar urðu til. Einnig skal skila inn umslagi merktu dulnefninu þar sem kemur fram nafn, sími og netfang hnýtara. *Skilyrði er að flugur hafi ekki verið í almennri sölu. Rétt er að taka fram að í silungaflokki koma þurrflugur, púpur og straumflugur til greina.Veiðisögukeppni Veiðimannsins 2015Sögurnar skulu að hámarki vera 1000 orð, sögusviðið skal vera frá ársvæðum SVFR og skal þeim fylgja mynd ef kostur er. Fyrir bestu söguna fær höfundur veiðileyfi hjá SVFR að andvirði 75 þúsund krónur. Úrslit verða kynnt á vorhátíð SVFR í maí en dagsetning hennar og dagskrá verður kynnt þegar nær dregur. Áskrifendur Veiðimannsins fá svo að njóta bestu flugnanna og veiðisagnanna í 75 ára afmælisblaði Veiðimannsins.Afmælishappdrætti VeiðimannsinsEins og fyrr segir mun skilvís félagsmaður SVFR njóta þess að hafa greitt veiðileyfin sín á réttum tíma, en allir þeir sem greitt hafa upp veiðileyfin sín fyrir sumarið taka þátt án endurgjalds í Afmælishappdrætti Veiðimannsins. Sá heppni hlýtur veiðileyfi að eigin vali að andvirði 75 þúsund krónur.“
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði