Vangaveltur um hvaða hljómsveitir koma fram á Glastonbury hátíðinni halda áfram en nú hefur Emily Eavis, en skipuleggjandi hátíðarinnar staðfest að hvorki Coldplay né Florence + The Machine verða á hátíðinni í ár, en báðar sveitir voru ofarlega á listum veðbanka. Eavis sagði jafnframt að í flestum tilvikum væru alltaf einhverjir orðrómar réttir en svo væri ekki í ár. Eavis sagði að þau ætli að senda frá sér tilkynningu í apríl um hvaða hljómsveitir koma fram á hátíðinni í ár, en nú þegar hefur reyndar verið tilkynnt að Foo Fighters verða á Glastonbury.
Meðlimir Mumford and Sons hafa nú gefið út upplýsingar varðandi næstu breiðskífu þeirra sem verður sú þriðja í röðinni frá þeim. Platan mun heita Wilder Mind og er væntanleg þann 4.maí næstkomandi. En fyrsta smáskífa plötunnar verður Believe og mun það koma út í apríl. Aðdáendur Mumford and Sons geta búist við talsverðum breytingum á þessari plötu en að sögn söngvarans Marcus Mumford ákváðu þeir að reyna að semja lög á plötuna án þess að notast við kassagítara og banjó.

Nú hafa fleiri hljómsveitir bæst í þann hóp sem fram kemur á ATP tónlistarhátíðinni við Ásbrú í sumar. Þegar var búið að tilkynna að Iggy Pop, Belle & Sebastian, Godspeed You! Black Emperor og fleiri en nú hafa Public Enemy, Swans, Grísalappalísa, Valdimar og fleiri bæst í þann hóp. Miðasala á ATP er hafin og fer hún fram á midi.is