David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Orri Freyr Rúnarsson skrifar 3. mars 2015 13:30 David Beckham gekk alveg ágætlega í sjöunni. vísir/getty Hinn magnaði knattspyrnumaður David Beckham hefur samþykkt að koma fram í næsta tónlistarmyndbandi frá Noel Gallagher en þeir voru báðir gestir í spjallþætti Graham Norton á BBC um helgina og þar samþykkti Beckham þetta tilboð frá Gallagher. Þeir ræddu svo auðvitað fótbolta en eins og allir vita spilaði David Beckham með Manchester United stærsta hluta ferils síns og Noel Gallagher er einn harðasti stuðningsmaður Manchester City. Þeir segjast þó geta sett fjandskapinn til hliðar þegar að enska landsliðið spilar. Að lokum viðurkenndi Beckham að hafa alltaf verið mikill aðdáandi Noel Gallagher og það væri heiður að fá að koma fram í tónlistarmyndbandi með honum. Vangaveltur um hvaða hljómsveitir koma fram á Glastonbury hátíðinni halda áfram en nú hefur Emily Eavis, en skipuleggjandi hátíðarinnar staðfest að hvorki Coldplay né Florence + The Machine verða á hátíðinni í ár, en báðar sveitir voru ofarlega á listum veðbanka. Eavis sagði jafnframt að í flestum tilvikum væru alltaf einhverjir orðrómar réttir en svo væri ekki í ár. Eavis sagði að þau ætli að senda frá sér tilkynningu í apríl um hvaða hljómsveitir koma fram á hátíðinni í ár, en nú þegar hefur reyndar verið tilkynnt að Foo Fighters verða á Glastonbury. Meðlimir Mumford and Sons hafa nú gefið út upplýsingar varðandi næstu breiðskífu þeirra sem verður sú þriðja í röðinni frá þeim. Platan mun heita Wilder Mind og er væntanleg þann 4.maí næstkomandi. En fyrsta smáskífa plötunnar verður Believe og mun það koma út í apríl. Aðdáendur Mumford and Sons geta búist við talsverðum breytingum á þessari plötu en að sögn söngvarans Marcus Mumford ákváðu þeir að reyna að semja lög á plötuna án þess að notast við kassagítara og banjó. Dimebag DarrellBandaríska þungarokksveitin Pantera hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna ógeðfelldra skemmdarverka sem unnir voru á gröf gítarleikarans Dimebag Darrell á dögunum. En þá setti óþekkt hljómsveit mynd á samfélagsmiðla af gröf Dimebag Darrell og við myndina stóð að þeir hötuðu Pantera af ástríðu og hafi því ákveðið að heimsækja gröf gítarleikarans í Texas til þess að hrækja á gröfina og vanvirða hana með öðrum hætti. Fyrrum liðsmenn Pantera hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa viðbjóði á verknaðinum og hafa þeir nú þegar tilkynnt yfirvöldum um skemmdarverkin. Nú hafa fleiri hljómsveitir bæst í þann hóp sem fram kemur á ATP tónlistarhátíðinni við Ásbrú í sumar. Þegar var búið að tilkynna að Iggy Pop, Belle & Sebastian, Godspeed You! Black Emperor og fleiri en nú hafa Public Enemy, Swans, Grísalappalísa, Valdimar og fleiri bæst í þann hóp. Miðasala á ATP er hafin og fer hún fram á midi.is Harmageddon Mest lesið Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Væntanlegt lag frá Muse alltof gróft fyrir útvarp Harmageddon Sannleikurinn: Björt framtíð heimsótti þá sem eiga sér ekki mikla framtíð Harmageddon Hver græðir á íslenskri tónlist? Harmageddon Q-verðlaunin afhent Harmageddon
Hinn magnaði knattspyrnumaður David Beckham hefur samþykkt að koma fram í næsta tónlistarmyndbandi frá Noel Gallagher en þeir voru báðir gestir í spjallþætti Graham Norton á BBC um helgina og þar samþykkti Beckham þetta tilboð frá Gallagher. Þeir ræddu svo auðvitað fótbolta en eins og allir vita spilaði David Beckham með Manchester United stærsta hluta ferils síns og Noel Gallagher er einn harðasti stuðningsmaður Manchester City. Þeir segjast þó geta sett fjandskapinn til hliðar þegar að enska landsliðið spilar. Að lokum viðurkenndi Beckham að hafa alltaf verið mikill aðdáandi Noel Gallagher og það væri heiður að fá að koma fram í tónlistarmyndbandi með honum. Vangaveltur um hvaða hljómsveitir koma fram á Glastonbury hátíðinni halda áfram en nú hefur Emily Eavis, en skipuleggjandi hátíðarinnar staðfest að hvorki Coldplay né Florence + The Machine verða á hátíðinni í ár, en báðar sveitir voru ofarlega á listum veðbanka. Eavis sagði jafnframt að í flestum tilvikum væru alltaf einhverjir orðrómar réttir en svo væri ekki í ár. Eavis sagði að þau ætli að senda frá sér tilkynningu í apríl um hvaða hljómsveitir koma fram á hátíðinni í ár, en nú þegar hefur reyndar verið tilkynnt að Foo Fighters verða á Glastonbury. Meðlimir Mumford and Sons hafa nú gefið út upplýsingar varðandi næstu breiðskífu þeirra sem verður sú þriðja í röðinni frá þeim. Platan mun heita Wilder Mind og er væntanleg þann 4.maí næstkomandi. En fyrsta smáskífa plötunnar verður Believe og mun það koma út í apríl. Aðdáendur Mumford and Sons geta búist við talsverðum breytingum á þessari plötu en að sögn söngvarans Marcus Mumford ákváðu þeir að reyna að semja lög á plötuna án þess að notast við kassagítara og banjó. Dimebag DarrellBandaríska þungarokksveitin Pantera hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna ógeðfelldra skemmdarverka sem unnir voru á gröf gítarleikarans Dimebag Darrell á dögunum. En þá setti óþekkt hljómsveit mynd á samfélagsmiðla af gröf Dimebag Darrell og við myndina stóð að þeir hötuðu Pantera af ástríðu og hafi því ákveðið að heimsækja gröf gítarleikarans í Texas til þess að hrækja á gröfina og vanvirða hana með öðrum hætti. Fyrrum liðsmenn Pantera hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa viðbjóði á verknaðinum og hafa þeir nú þegar tilkynnt yfirvöldum um skemmdarverkin. Nú hafa fleiri hljómsveitir bæst í þann hóp sem fram kemur á ATP tónlistarhátíðinni við Ásbrú í sumar. Þegar var búið að tilkynna að Iggy Pop, Belle & Sebastian, Godspeed You! Black Emperor og fleiri en nú hafa Public Enemy, Swans, Grísalappalísa, Valdimar og fleiri bæst í þann hóp. Miðasala á ATP er hafin og fer hún fram á midi.is
Harmageddon Mest lesið Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Væntanlegt lag frá Muse alltof gróft fyrir útvarp Harmageddon Sannleikurinn: Björt framtíð heimsótti þá sem eiga sér ekki mikla framtíð Harmageddon Hver græðir á íslenskri tónlist? Harmageddon Q-verðlaunin afhent Harmageddon