Vorveiði í Soginu getur gefið fína veiði Karl Lúðvíksson skrifar 17. mars 2015 12:12 Sogið geymir vænar bleikjur. Þessi er úr Ásgarði Mynd: www.lax-a.is Núna eru ekki nema tvær vikur í að veiðin fari af stað og vetursetu stangveiðimanna fer þá loksins að ljúka. Það fer að vísu mikið eftir veðri hversu margir fara í vöðlurnar á vorinn en flestir reyna þó að bleyta færi þó ekki nema aðeins til að koma veiðiskjálftanum frá. Þeir veiðimenn sem eiga eftir að finna sér eitthvað við hæfi geta farið á sölusíður veiðileyfasala og skoðað hvað er í boði og það er víst af nægu að taka. Stangaveiðifélag Reykjavíkur á til að mynda daga lausa á sínum vorveiðisvæðum sem eru Steinsmýrarvötn, Varmá og svo tvö svæði í Soginu. Varmá og Steinsmýrarvötnin hafa löngum verið vel sótt en hann er heldur fámennur hópurinn sem kíkir í Sogið svona heilt yfir sem er óskiljanlegt því þarna er oft hægt að gera fína veiði á vorin. Ekki nóg með að veiðivonin sé öllu jafna nokkuð góð þá eru veiðimenn að setja í niðurgöngulaxa, sjóbirtinga og svo auðvitað bleikjur en nokkuð algengt var að sjá 4-5 punda bleikjur í fyrravor. Bíldsfell og Ásgarður, sem nú er hjá Lax-Á, hafa yfirleitt meira sótt en Alviðran þrátt fyrir að Alviðra hafi á árum áður verið alræmd fyrir góða vorveiði en hún er lítið sótt í dag, bæði í vorveiði sem og á besta tíma. Vanir menn á svæðinu tali um breyttar aðstæður sem geri það að verkum að laxinn sérstaklegafari á hraðferð upp á Bíldsfell og Ásgarð en bleikjan sem heldur sig við Alviðru og Þrastarlund er þarna ennþá og þeir sem þekkja svæðið veiða alltaf nóg á hverju sumri. Það þarf bara að finna hana. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Núna eru ekki nema tvær vikur í að veiðin fari af stað og vetursetu stangveiðimanna fer þá loksins að ljúka. Það fer að vísu mikið eftir veðri hversu margir fara í vöðlurnar á vorinn en flestir reyna þó að bleyta færi þó ekki nema aðeins til að koma veiðiskjálftanum frá. Þeir veiðimenn sem eiga eftir að finna sér eitthvað við hæfi geta farið á sölusíður veiðileyfasala og skoðað hvað er í boði og það er víst af nægu að taka. Stangaveiðifélag Reykjavíkur á til að mynda daga lausa á sínum vorveiðisvæðum sem eru Steinsmýrarvötn, Varmá og svo tvö svæði í Soginu. Varmá og Steinsmýrarvötnin hafa löngum verið vel sótt en hann er heldur fámennur hópurinn sem kíkir í Sogið svona heilt yfir sem er óskiljanlegt því þarna er oft hægt að gera fína veiði á vorin. Ekki nóg með að veiðivonin sé öllu jafna nokkuð góð þá eru veiðimenn að setja í niðurgöngulaxa, sjóbirtinga og svo auðvitað bleikjur en nokkuð algengt var að sjá 4-5 punda bleikjur í fyrravor. Bíldsfell og Ásgarður, sem nú er hjá Lax-Á, hafa yfirleitt meira sótt en Alviðran þrátt fyrir að Alviðra hafi á árum áður verið alræmd fyrir góða vorveiði en hún er lítið sótt í dag, bæði í vorveiði sem og á besta tíma. Vanir menn á svæðinu tali um breyttar aðstæður sem geri það að verkum að laxinn sérstaklegafari á hraðferð upp á Bíldsfell og Ásgarð en bleikjan sem heldur sig við Alviðru og Þrastarlund er þarna ennþá og þeir sem þekkja svæðið veiða alltaf nóg á hverju sumri. Það þarf bara að finna hana.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði