Íslenski boltinn

Mist áfram hjá Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Daníel
Mist Edvardsdóttir framlengdi í gær samning sinn við Pepsi-deildar lið Vals, en Mist á þrettán landsleiki að baki fyrir A-landsliðið. Nokkur lið voru á eftir Mist, en hún ákvað að halda kyrru fyrir hjá Val.

Mist er uppalin í Aftureldingu, en hún hefur einnig leikið með KR á sínum ferli. Eins og fyrr segir á Mist þrettán landsleiki fyrir A-landslið Ísland og hefur hún skorað í því eitt mark.

„Mist Edvardsdóttir er ekki aðeins frábær knattspyrnumaður heldur einstakur karakter og manneskja. Hennar hugarfar og baráttuandi inni á vellinum og ekki síst utan hans er ómetanlegt í það uppbyggingarstarf sem í gangi er í kvennaliði Vals,” segir á heimasíðu Vals.

„Mist er jafnframt mögnuð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins, flott dæmi um manneskju sem gefst aldrei upp þó svo andstæðingurinn sé illviðráðanlegur.”

Mist greindist með krabbamein á síðustu ári og háði hetjulega baráttu sem hún vann á endanum. Það kom í ljós í janúar á þessu ári og eru það frábær tíðindi.

Hér að neðan má sjá viðtal sem Ragnar Vignir, fjölmiðlamógúll þeirra Valsmanna, tók við Mist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×