Enn mikil samþjöppun á matvörumarkaði Linda Blöndal skrifar 11. mars 2015 19:30 Samþjöppun á matvörumarkaði fer minnkandi en er enn mjög mikil segir í nýrri skýrslu samkeppniseftirlitsins. Þar segir einnig að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér til neytenda og að enn sé rannsakað hvort mögulega sé verið að brjóta lög í viðskiptaháttum verslana og birgja. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hafnaði því því alfarið í dag að verslunin skilaði ekki ábata til neytenda. Hann bendir á að verslanir hafi tekið á sig tap frá árið 2008 eftir hrunið og það tímabil verði að taka með í reikninginn. Samkeppniseftirlitið skoðar tímabilið frá 2011. Hagar enn langstærstir Í skýrslunni kemur fram að markaðshlutdeild Haga sem rekur Bónus og Hagkaup er langmest eða tæp fimmtíu prósent og Bónus þar af með 39 prósent. Næst kemur Kaupáss sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval og Krónan er þar fyrirferðamest. Verslanir 10-11 og Iceland hafa 6 prósenta hlutdeild á matvörumarkaði, Fjarðarkaup og Víðir taka þá einungis á bilinu eins til þriggja prósenta hlut af markaðnum og aðrir enn minna. Ábendingum ekki tekið Samkeppniseftirlitið segir líka að matvörufyrirtæki hafi látið hjá líða að fylgja leiðbeiningum þess. Nefna má að árið 2012 kom í ljós að birgjar mismunuðu verslunum, seldu til minni verlslana vörur á allt að 16 prósenta hærra verði en til hinna stærri. Málið enn í rannsókn hjá eftirlitinu um hvort verið sé að brjóta samkeppnislög. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki breyst nógu mikið og þarna kann að vera falinn stór vandi í þessari samkeppni. Að þarna sé skekkja sem verði til þess að það sé mjög erfitt fyrir minni aðila og nýrri að komast inn á markaðinn.“ Ekki hlustað á tilmæli Páll Gunnar segir að tillögur til úrbóta í nýju skýrslunni, til verslana og stjórnvalda, séu margar þær sömu og settar voru fram í skýrslunni á undan árið 2012. „Við höfum fært fram leiðbeiningar, bæði til aðila á markaði og stjórnvalda um það sem betur mætti fara en því miður hefur ekki alltaf verið hlustað á það,“ sagði Páll Gunnar og vísar meðal annars til þess að tollkvótar og fleira skekki samkeppnismarkað á matvælamarkaði. Engir skriflegir samningar er alvarlegt Einnig kemur fram að algengt sé að viðskiptasamningar birgja og verslana séu ekki skriflegir, eins og kom fram í síðstu skýrslu eftirlitsins frá 2012. Aðspurður hvort það sé ekki alvarlegt að ekki séu gerðir skriflegir samningar á milli birgja og verslana segir Páll Gunnar svo vera. „Sérstaklega í því ljósi að árið 2002 voru settar leiðbeinandi reglur af hálfu samkeppnisyfirvalda og sérstaklega nefnt að það sé ófrávíkjanlegt að gera skriflega samninga. Svo höfum við tekið stöðuna síðan og séð að það er ekki verið að fara að þessum tilmælum og það er auðvitað alvarlegt,“ sagði Páll Gunnar. Samkeppnismál Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Tæknin geti komið í veg fyrir rýrnun Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir rýrnun Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Samþjöppun á matvörumarkaði fer minnkandi en er enn mjög mikil segir í nýrri skýrslu samkeppniseftirlitsins. Þar segir einnig að styrking krónunnar hafi ekki skilað sér til neytenda og að enn sé rannsakað hvort mögulega sé verið að brjóta lög í viðskiptaháttum verslana og birgja. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri verslunar og þjónustu hafnaði því því alfarið í dag að verslunin skilaði ekki ábata til neytenda. Hann bendir á að verslanir hafi tekið á sig tap frá árið 2008 eftir hrunið og það tímabil verði að taka með í reikninginn. Samkeppniseftirlitið skoðar tímabilið frá 2011. Hagar enn langstærstir Í skýrslunni kemur fram að markaðshlutdeild Haga sem rekur Bónus og Hagkaup er langmest eða tæp fimmtíu prósent og Bónus þar af með 39 prósent. Næst kemur Kaupáss sem rekur Krónuna, Nóatún og Kjarval og Krónan er þar fyrirferðamest. Verslanir 10-11 og Iceland hafa 6 prósenta hlutdeild á matvörumarkaði, Fjarðarkaup og Víðir taka þá einungis á bilinu eins til þriggja prósenta hlut af markaðnum og aðrir enn minna. Ábendingum ekki tekið Samkeppniseftirlitið segir líka að matvörufyrirtæki hafi látið hjá líða að fylgja leiðbeiningum þess. Nefna má að árið 2012 kom í ljós að birgjar mismunuðu verslunum, seldu til minni verlslana vörur á allt að 16 prósenta hærra verði en til hinna stærri. Málið enn í rannsókn hjá eftirlitinu um hvort verið sé að brjóta samkeppnislög. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við höfum ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki breyst nógu mikið og þarna kann að vera falinn stór vandi í þessari samkeppni. Að þarna sé skekkja sem verði til þess að það sé mjög erfitt fyrir minni aðila og nýrri að komast inn á markaðinn.“ Ekki hlustað á tilmæli Páll Gunnar segir að tillögur til úrbóta í nýju skýrslunni, til verslana og stjórnvalda, séu margar þær sömu og settar voru fram í skýrslunni á undan árið 2012. „Við höfum fært fram leiðbeiningar, bæði til aðila á markaði og stjórnvalda um það sem betur mætti fara en því miður hefur ekki alltaf verið hlustað á það,“ sagði Páll Gunnar og vísar meðal annars til þess að tollkvótar og fleira skekki samkeppnismarkað á matvælamarkaði. Engir skriflegir samningar er alvarlegt Einnig kemur fram að algengt sé að viðskiptasamningar birgja og verslana séu ekki skriflegir, eins og kom fram í síðstu skýrslu eftirlitsins frá 2012. Aðspurður hvort það sé ekki alvarlegt að ekki séu gerðir skriflegir samningar á milli birgja og verslana segir Páll Gunnar svo vera. „Sérstaklega í því ljósi að árið 2002 voru settar leiðbeinandi reglur af hálfu samkeppnisyfirvalda og sérstaklega nefnt að það sé ófrávíkjanlegt að gera skriflega samninga. Svo höfum við tekið stöðuna síðan og séð að það er ekki verið að fara að þessum tilmælum og það er auðvitað alvarlegt,“ sagði Páll Gunnar.
Samkeppnismál Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Tæknin geti komið í veg fyrir rýrnun Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir rýrnun Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira