Lausir dagar í veiðiánum fljótir að seljast í dag Karl Lúðvíksson skrifar 30. mars 2015 12:15 Urriðarnir í MInnivallalæk eru styggir og reyna á færni veiðimanna Mynd: www.strengir.is Það er greinilega kominn fiðringur í veiðimenn því lausir dagar í veiðiánum seljast vel í dag og eftirspurnin eykst daglega. Líklega getur nýlega afstaðinn RISE veiðihátíð haft eitthvað um þetta að segja en þar var góð mæting og mikill hugur í veiðimönnum sem eru almennt sammála um að eftir hrakfarir fyrra sumars verði veiðin góð í ár. Og þeir hafa margt til síns máls því seiðavísitalan í þeim ám þar sem rannsóknir eru gerðar er mjög góð og var í mörgum tilfellum frábær í fyrra sem gefur ákveðnar væntingar fyrir gott gengi í sumar. Þegar væntingarnar eru háar er mikið kíkt á veiðileyfasíðurnar og þar er Veiða.is líklega með langmesta úrvalið. Við rétt skoðuðum hvað er í boði en úrvalið eiginlega of mikið til að geta gert því almennielga skil. Það sem er spennandi uppá vordagana sem eru að bresta á má t.d. nefna Brúará, Litlá í Keldum, Minnivallarlækur og Vatnamótin en síðastnefnda svæðið gæti orðið feyknagott í vor þar sem lítill klakaburður er í ánni þessa dagana og skaflarnir meðfram ánni mun minni en undanfarin ár. Brúará fer oft vel af stað og þeir sem þekkja hana vel gera bara alltaf góða veiði þarna svo lengi sem veiðiskilyrðin eru í lagi. Litlaá í Keldum er síðan alltaf að koma sterkari inn eftir að V&S var tekið upp í henni og fiskurinn gerir ekkert annað en að stækka. Algengt er að sjá bleikjur í yfirstærð sem skotið er á að séu um 8-10 pund í ánni og urriðarnir í þessari stærð svamla þarna líka. Síðan er Minnivallalækur auðvitað vel þekktur fyrir stóra urriða en 10 kg eða 20 punda fiskar taka flugurnar þar á hverju ári en fáum er landað. Ástæðan fyrir því liggur kannski helst í nettum græjum sem eru algjör nauðsyn fyrir góðum árangri í læknum ásamt því að koma að honum hljóðlega. Veiðimenn geta annars skoðað gott úrval leyfa inná www.veida.is það ættu alir að finna eitthvað við sitt hæfi. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Það er greinilega kominn fiðringur í veiðimenn því lausir dagar í veiðiánum seljast vel í dag og eftirspurnin eykst daglega. Líklega getur nýlega afstaðinn RISE veiðihátíð haft eitthvað um þetta að segja en þar var góð mæting og mikill hugur í veiðimönnum sem eru almennt sammála um að eftir hrakfarir fyrra sumars verði veiðin góð í ár. Og þeir hafa margt til síns máls því seiðavísitalan í þeim ám þar sem rannsóknir eru gerðar er mjög góð og var í mörgum tilfellum frábær í fyrra sem gefur ákveðnar væntingar fyrir gott gengi í sumar. Þegar væntingarnar eru háar er mikið kíkt á veiðileyfasíðurnar og þar er Veiða.is líklega með langmesta úrvalið. Við rétt skoðuðum hvað er í boði en úrvalið eiginlega of mikið til að geta gert því almennielga skil. Það sem er spennandi uppá vordagana sem eru að bresta á má t.d. nefna Brúará, Litlá í Keldum, Minnivallarlækur og Vatnamótin en síðastnefnda svæðið gæti orðið feyknagott í vor þar sem lítill klakaburður er í ánni þessa dagana og skaflarnir meðfram ánni mun minni en undanfarin ár. Brúará fer oft vel af stað og þeir sem þekkja hana vel gera bara alltaf góða veiði þarna svo lengi sem veiðiskilyrðin eru í lagi. Litlaá í Keldum er síðan alltaf að koma sterkari inn eftir að V&S var tekið upp í henni og fiskurinn gerir ekkert annað en að stækka. Algengt er að sjá bleikjur í yfirstærð sem skotið er á að séu um 8-10 pund í ánni og urriðarnir í þessari stærð svamla þarna líka. Síðan er Minnivallalækur auðvitað vel þekktur fyrir stóra urriða en 10 kg eða 20 punda fiskar taka flugurnar þar á hverju ári en fáum er landað. Ástæðan fyrir því liggur kannski helst í nettum græjum sem eru algjör nauðsyn fyrir góðum árangri í læknum ásamt því að koma að honum hljóðlega. Veiðimenn geta annars skoðað gott úrval leyfa inná www.veida.is það ættu alir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði