Stefán Jón hverfur á braut Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2015 11:53 Eigendaskipti hafa orðið að flugum.is. mynd/aðsend Eigendaskipti hafa orðið að flugum.is sem er stærsti gagnabanki á Íslandi um fluguveiðar. Stefán Jón Hafstein hverfur nú frá eftir 15 ára frumkvöðlastarf og nýr hópur eignast vefinn. Flugufréttir ehf. tekur nú við keflinu, en eigendur þess félags eru Magnús Halldórsson og Andri Valur Ívarsson, sem eiga helmingshlut, og hjónin Dögg Hjaltalín og Ólafur Finnbogason, sem eiga hinn helminginn. ,,Ég stofnaði þessa þjónustu fyrir nær 15 árum og hef haft ómælda ánægju af því að vinna með, skrifa fyrir og hlusta eftir röddum fluguveiðimanna á Íslandi. Þetta hefur verið einstaklega ánægjulegur tími og útgáfan gengið vel frá fyrsta degi,“ segir Stefán Jón segir í kveðjuorðum. Ritstjórar vikuritsins Flugufrétta, þeir Ragnar Hólm og Þorsteinn G. Gunnarsson verða áfram við stjórnvöl Flugfrétta og sjálfur mun ég auðvitað leggja lið eftir því sem mér tekst að veiða fiska með öðru. „Mér líst vel á að fá frískan hóp til að taka við vefnum og óska þeim jafn mikillar ánægju og ég hef haft af. Ég efast ekki um að þau verða mjög ötul við að efla vefinn og koma á næsta stig á þróunarbrautinni.“ Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði
Eigendaskipti hafa orðið að flugum.is sem er stærsti gagnabanki á Íslandi um fluguveiðar. Stefán Jón Hafstein hverfur nú frá eftir 15 ára frumkvöðlastarf og nýr hópur eignast vefinn. Flugufréttir ehf. tekur nú við keflinu, en eigendur þess félags eru Magnús Halldórsson og Andri Valur Ívarsson, sem eiga helmingshlut, og hjónin Dögg Hjaltalín og Ólafur Finnbogason, sem eiga hinn helminginn. ,,Ég stofnaði þessa þjónustu fyrir nær 15 árum og hef haft ómælda ánægju af því að vinna með, skrifa fyrir og hlusta eftir röddum fluguveiðimanna á Íslandi. Þetta hefur verið einstaklega ánægjulegur tími og útgáfan gengið vel frá fyrsta degi,“ segir Stefán Jón segir í kveðjuorðum. Ritstjórar vikuritsins Flugufrétta, þeir Ragnar Hólm og Þorsteinn G. Gunnarsson verða áfram við stjórnvöl Flugfrétta og sjálfur mun ég auðvitað leggja lið eftir því sem mér tekst að veiða fiska með öðru. „Mér líst vel á að fá frískan hóp til að taka við vefnum og óska þeim jafn mikillar ánægju og ég hef haft af. Ég efast ekki um að þau verða mjög ötul við að efla vefinn og koma á næsta stig á þróunarbrautinni.“
Stangveiði Mest lesið Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði