Þau löbbuðu öll með Tiger á mótinu og krakkarnir voru klæddir í kylfusveinabúninga. Það var svo dóttir Tiger, Sam, sem tók síðasta púttið fyrir pabba sinn á mótinu.
Það hefur vakið athygli hversu létt er yfir Tiger í aðdraganda mótsins og segja menn að þetta sé í fyrsta skipti sem hann reynir að njóta sín á mótinu.
Honum virðist líða vel og vera í góðu andlegu jafnvægi. Hvort það skilar honum einhverju á mótinu kemur í ljós strax í kvöld er mótið hefst.
Bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 19.00. Púttið má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan má svo horfa á viðtal við Tiger sem var tekið í gær.