Fleiri stórfiskar á land í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 7. apríl 2015 11:33 Hermann Jónsson með boltableikju úr Varmá Mynd: www.veida.is Varmá heldur áfram að gefa stóra fiska en hún hljóp aðeins í lit um páskana en gaf ágætlega þess á milli. Eins og mikið hefur verið fjallað um eru mikið af vænum fiski á Stöðvarbreiðunni og inná milli má sjá bæði sjóbirtinga og bleikjur sem eru milli 10 og 20 pund. Einhverjir af þessum fiskum hafa þegar tekið agn veiðimanna og verið lengdarmældir og vigtaðir áður en þeim er sleppt aftur eins og skylda er í ánni svo það er ekki verið að giska á þessar stærðir þar sem samanburður liggur fyrir. Ein ástæða þess að fiskur í Varmá verður yfirleitt stór og nokkuð hraðar en gengur og gerist er að áin er hlýrri en venjulegt er því í hana rennur hveravatn. Þetta eykur fæðuframboð að jafnaði yfir árið svo fiskurinn er að éta lengur og meira en í öðrum ám. Þetta gerir hann stórann. Síðan er oft rætt um að í ánna hafi sloppið eldisbleikja úr stöðinni og sú bleikja hangi bara á Stöðvarbreiðu og stækki bara. Einhverjir veiðimenn líta á þessa bleikju sem meinsemd þar sem hún er ekki náttúruleg í ánni en áin ber auk sjóbirtings, bleikju sem bæði er staðbundin og sjógengin og stöku lax. Til að fá úr því skorið hvaðan þessi bleikja kemur þarf frekari rannsóknir en þær eru bæði tímafrekar og kostnaðarsamar svo ólíklegt verður að teljast að þær komist nokkurn tíman í gang. Þangað til hljóta veiðimenn að fagna því að hafa stóra fiska í Varmá sama hvaðan þeir koma. Eitt má þó nefna sem allir sem veiða Varmá eru sammála um að göngubrýr yfir djúpa skurði á þessu svæði sárvantar. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Varmá heldur áfram að gefa stóra fiska en hún hljóp aðeins í lit um páskana en gaf ágætlega þess á milli. Eins og mikið hefur verið fjallað um eru mikið af vænum fiski á Stöðvarbreiðunni og inná milli má sjá bæði sjóbirtinga og bleikjur sem eru milli 10 og 20 pund. Einhverjir af þessum fiskum hafa þegar tekið agn veiðimanna og verið lengdarmældir og vigtaðir áður en þeim er sleppt aftur eins og skylda er í ánni svo það er ekki verið að giska á þessar stærðir þar sem samanburður liggur fyrir. Ein ástæða þess að fiskur í Varmá verður yfirleitt stór og nokkuð hraðar en gengur og gerist er að áin er hlýrri en venjulegt er því í hana rennur hveravatn. Þetta eykur fæðuframboð að jafnaði yfir árið svo fiskurinn er að éta lengur og meira en í öðrum ám. Þetta gerir hann stórann. Síðan er oft rætt um að í ánna hafi sloppið eldisbleikja úr stöðinni og sú bleikja hangi bara á Stöðvarbreiðu og stækki bara. Einhverjir veiðimenn líta á þessa bleikju sem meinsemd þar sem hún er ekki náttúruleg í ánni en áin ber auk sjóbirtings, bleikju sem bæði er staðbundin og sjógengin og stöku lax. Til að fá úr því skorið hvaðan þessi bleikja kemur þarf frekari rannsóknir en þær eru bæði tímafrekar og kostnaðarsamar svo ólíklegt verður að teljast að þær komist nokkurn tíman í gang. Þangað til hljóta veiðimenn að fagna því að hafa stóra fiska í Varmá sama hvaðan þeir koma. Eitt má þó nefna sem allir sem veiða Varmá eru sammála um að göngubrýr yfir djúpa skurði á þessu svæði sárvantar.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði