Veiðitímabilið loksins byrjað Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2015 21:11 Það var kuldalegt við Meðalfellsvatn í morgun Mynd: www.veidikortid.is Stangveiðitímabilið hófst 1. apríl í fimbulkulda við marga veiðistaði en veiðimenn látu það ekki á sig fá og víða var stöngum sveiflað. Fréttir frá Tungulæk bera ánni góða söguna en það eru líklega komnir um 50 birtingar á land og mikið líf er halda veiðimönnum þar við efnið. Ekki hafa neinar fréttir borist af stórum fiski. Tungufljótið hefur verið erfitt viðureignar og lítið komið á land þar en það er svo sem ekkert nýtt að það fari hægt af stað. Litlar fréttir eru úr Soginu en þar var mjög kalt 1. og 2. apríl og reyna þannig skilyrði mjög á þolinmæði veiðimanna sem gera lítið annað en að berja frost úr lykkjunum á flugustöngunum. Það er mjög erfitt að fá fiskinn til að taka við þessar aðstæður og sérstaklega í Soginu en ef það hlýnar aðeins og ég tala ekki um ef það skín smá sól getur vorveiðin oft tekið vel við sér. Úr Brúará hefur ekki mikið frést fyrir utan fjórar bleikjur sem einn og sami veiðimaðurinn fékk í lok dags. Sá var ekki búinn að verða var allann daginn og var við að hætta þegar einn hylur var prófaður svona rétt í lokinn. Þar tóku þessar fjórar bleikjur svo til hver á eftir annari og þetta tók ekki nema rétt klukkutíma. Allar tóku þær mjög djúpt, mjög langur taumur (tvær stangarlengdir ca.) og þyngdann Krók tóku þær allar sem ein. Svo í lokinn má nefna að veiði er líka hafin í Meðalfellsvatni og Vífilstaðavatni en þrátt fyrir kuldalegar aðstæður voru menn við bæði vötnin í dag að freista þess að setja í fisk. Engar fréttir hafa aftur á móti borist af aflabrögðum. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Stangveiðitímabilið hófst 1. apríl í fimbulkulda við marga veiðistaði en veiðimenn látu það ekki á sig fá og víða var stöngum sveiflað. Fréttir frá Tungulæk bera ánni góða söguna en það eru líklega komnir um 50 birtingar á land og mikið líf er halda veiðimönnum þar við efnið. Ekki hafa neinar fréttir borist af stórum fiski. Tungufljótið hefur verið erfitt viðureignar og lítið komið á land þar en það er svo sem ekkert nýtt að það fari hægt af stað. Litlar fréttir eru úr Soginu en þar var mjög kalt 1. og 2. apríl og reyna þannig skilyrði mjög á þolinmæði veiðimanna sem gera lítið annað en að berja frost úr lykkjunum á flugustöngunum. Það er mjög erfitt að fá fiskinn til að taka við þessar aðstæður og sérstaklega í Soginu en ef það hlýnar aðeins og ég tala ekki um ef það skín smá sól getur vorveiðin oft tekið vel við sér. Úr Brúará hefur ekki mikið frést fyrir utan fjórar bleikjur sem einn og sami veiðimaðurinn fékk í lok dags. Sá var ekki búinn að verða var allann daginn og var við að hætta þegar einn hylur var prófaður svona rétt í lokinn. Þar tóku þessar fjórar bleikjur svo til hver á eftir annari og þetta tók ekki nema rétt klukkutíma. Allar tóku þær mjög djúpt, mjög langur taumur (tvær stangarlengdir ca.) og þyngdann Krók tóku þær allar sem ein. Svo í lokinn má nefna að veiði er líka hafin í Meðalfellsvatni og Vífilstaðavatni en þrátt fyrir kuldalegar aðstæður voru menn við bæði vötnin í dag að freista þess að setja í fisk. Engar fréttir hafa aftur á móti borist af aflabrögðum.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði